Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Blaðsíða 137
B ó k m e n n t i r
TMM 2008 · 2 137
unum og sálgreiningarhugsun margskonar þar sem reynt er að finna eina alls-
herjar rót að vanda einstaklingsins, til dæmis í æsku, og allir verða þannig skil-
greinanlegur flokkanlegur vandi sem verður að analýsera þar til menn geta aftur
orðið normal. Þetta viðhorf er svo ríkjandi í Skandinavíu að þar er svo að segja
sjálfgefið að maður rogist með vanda úr æsku sem verður að vinna í með hjálp
langskólagengins fólks alla tíð.
Vandinn við að reyna að færa akademíska hugsun yfir á lífið í heild er að
lífið verður aldrei eitt afmarkað vandamál. Ef allar aðskildar hliðar lífsins eru
sameinaðar í einu rými sýnir sig fljótt að hugtök úr ósamrýmanlegum mengj-
um rekast á og akademísk hugsun reynist ónothæf til að leysa úr því öllu í einu.
Einhvern tíma héldum við kannski að akademísk hugsun mundi sundurgreina
heiminn þar til hann lyti lögmálum skynseminnar en sjáum svo að þegar hún
hefur útrýmt allri mótstöðu þá aðlagast heimurinn málfari hennar með öll sín
ævagömlu óleysanlegu mál. Um leið og akademísk hugsanamót og málfar
umlykja allt kokgleypa þau óhjákvæmilega í leiðinni ósigrandi heimsku lífsins
og verða líka talsmáti hennar.
Akademískt málsnið er orðið svo sterkt að upprunalegri hugform bók-
menntanna eru löngu farin að taka tillit til þess. Nefna má fjölmargar skáld-
sögur sem leika sér með vísindalega umgjörð og nálgun og nægir að nefna
Eilífa ást eftir Ian McEwan og Furðulegt háttalag hunds um nótt eftir Mark
Haddon en sá síðarnefndi styðst greinilega við lýsingar á einhverfum í verkum
taugalífeðlisfræðinga á borð við Oliver Sacks og Vilayanur Ramachandrans,
ofan á eigin kynni af fólki með einkennið. Mark Haddon notar svo spennu-
sagnaformið til að smyrja söguna enn frekar inn í mainstream hugsanamót.
Þessi ráðandi hugsunarháttur leiðir til þess að ljóðið á í kreppu, hvernig sem
menn reyna að þræta fyrir það, og bókmenntagrein sem gengst inn á aka-
demískt hugsanamynstur (að afmarka vandann, fá ákveðnar sannanlegar upp-
lýsingar og leysa gátuna), það er að segja spennusagan, sækir stöðugt í sig
veðrið. Vegna skyldleika spennusögunnar við akademískan hugsanastrúktúr
verður hún jafnvel svo máttug að stundum kemur hún aftan að höfundinum, í
veruleikanum og drepur hann eins og hverja aðra persónu í ófyrirsjáanlegri
sögu með því að sundurgreina hann niður í tuttugu sérmenntaða menn. Slík
örlög höfundarins má til dæmis sjá í teiknimyndinni Ratatouille þar sem sögu-
þráðarsérfræðingur er á bakvið hverja rottu og martröð vísindamannsins
hefur ræst. Hann er orðinn tilraunarottan.
Ljóðskáldið, seinasti útvörður metafóruskynjandi frummannsins, hefur
ekki ennþá lent í greiningarupplausn en verður þó að vara sig og tala mál tíðar-
andans til að ná eyrum fólks. Þetta má til dæmis sjá í ljóðabókum sem eru ná-
skyldar ritgerðum í byggingu og málfari. Ein besta leiðin fyrir ljóðskáld til að
tala við ofangreindan nútíma er að nýta sér aðferðir akademískrar hugsunar og
innbyggð viðhorf hennar til málfars. Það er erfið og löng leið fyrir ljóðskáldið
að fara og þess vegna hefur sést mikið af karakterlausum og lélegum ljóðum
undanfarna áratugi. En þegar skáld kemst þessa þyrnum stráðu leið á enda
starfar það eins og Sindri Freysson (f.1970) gerir í ljóðabókinni (M)orð og mynd