Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Blaðsíða 114
B ó k m e n n t i r
114 TMM 2008 · 2
fluttu aldrei til Vesturheims, það gerði aftur á móti mágkona Ragnhildar,
Rannveig Briem og eiginmaður hennar, Sigtryggur Jónsson, og Torfhildur bjó
hjá þeim fyrstu árin. Daisy Neijmann fer svipaða leið og Ástráður og Úlfhildur
að því leyti að hún leggur áherslu á þematíska nálgun og hún sýnir fram á að
þau þemu sem leituðu á íslensk-kanadísku höfundana má tengja við aðrar inn-
flytjendabókmenntir í Kanada ekki síður – og kannski miklu fremur – en bók-
menntir skrifaðar á Íslandi.
IV
Skilgreina má bókmenntasöguritun sem ákveðna bókmenntagrein (genre) í
sjálfu sér. Eins og bókmenntirnar sjálfar hrærast að miklu leyti innan eigin
afmarkaðs heims (bækur vaxa af öðrum bókum) með tilvísunarramma sem er
allt eins – og kannski miklu fremur – staðsettur innan bókmenntaheimsins
sjálfs en utan hans (í einhverjum samfélagslegum raunveruleika) æxlast bók-
menntasögur gjarnan hver af annarri. Þetta má meðal annars merkja af þeirri
tilhneigingu bókmenntasögulegra yfirlita að endurtaka skoðanir, mat og
greiningu einstakra bókmennta- og höfundarverka sem fram hafa verið settar
í fyrri bókmenntasögum fremur en að lesa og meta upp á nýtt. Þannig verða til
bókmenntasögulegar klisjur sem kannski fá ekki staðist þegar nánar er skoðað
og reynt er að rýna í „gamlar bækur“ á ferskan hátt. Ég er ekki að segja að þetta
einkenni þá bókmenntasögu sem hér er til umfjöllunar meira en aðrar en vert
er að hafa þetta í huga þegar maður les bókmenntasöguleg yfirlitsrit, að það er
aðeins í undantekningartilvikum sem þær bjóða upp á nýjar túlkanir eða ögr-
andi endurmat. Þvert á móti virðist sem höfundar bókmenntasögulegra yfir-
litsrita forðist ögrandi sjónarhorn og sleppi gjarnan að nefna umdeildar túlk-
anir á einstökum verkum, þótt á þessu séu að sjálfsögðu undantekningar.
Þrátt fyrir þá galla á A History of Icelandic Literature sem hér voru nefndir
er ástæða til að fagna útkomu slíkrar bókar á ensku. Með þessu riti og yfirlits-
ritinu Icelandic Writers, sem kom út árið 2004 í bandarísku ritröðinni Diction
ary of Literary Biography (DLB), með greinum um 43 íslenska rithöfunda, gefst
enskumælandi bókmenntaáhugafólki tækifæri til að kynna sér íslenska bók-
menntahefð og höfunda, sem vonandi hefur hvetjandi áhrif á þýðingar og
lestur á þeim hinum sömu bókmenntum.