Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Blaðsíða 51
TMM 2008 · 2 51
M i n n i n g a r ú r H ó l m a n e s i
vel trúaður maður. Og ekki nóg með það, heldur var hann einnig sagður
trúgjarn og hafði tilhneigingu til þess að trúa öllu sem í blöðunum stóð
eða kom í útvarpinu, einkum ef það var dálítið ævintýralegt. Af þessu
leiddi að hinn alræmdi dáradagur 1. apríl var oftar en ekki stór dagur í
hans lífi. Sjálfur varð ég vitni að þessu almanaksdaginn 1. apríl árið
1966, því einmitt þá um morguninn kemur prestur askvaðandi inn í
apótekið og er mikið niðri fyrir. Hann segir: „Þetta voru nú meiri and-
skotans ræflarnir þessir fréttamenn að geta ekki náð dýrunum. Þeir
voru þó með byssur.“
„Já einmitt,“ segi ég, og minntist þess að í átta fréttum útvarpsins
þennan dag hafði verið skýrt frá því að fréttamenn útvarpsins hefðu
verið að eltast við hvítabirni úti í Grímsey en ekki tekist að ná þeim. Séra
Sigurður hafði um þetta nokkur fleiri orð, en allt í einu snýr hann við
blaðinu og segir með mikilli blíðu í rómnum: „Æ, ég veit annars ekki,
þetta var nú birna með tvo húna.“
Margar fleiri sögur af veikleika þessa drottins þjóns fyrir ótrúlegum
frásögnum átti ég eftir að heyra, en sumar þeirra held ég þó að hafi verið
töluvert færðar í stílinn.
Fyrir allmörgum árum var til dæmis frá því skýrt í aprílgabbi út-
varpsins að skipi að nafni Vanadís hefði verið siglt upp eftir Ölfusá, og
hafði útvarpið viðtöl við fréttamenn sem voru um borð. Á Selfossi fékk
skip þetta heldur óblíðar móttökur, og var þar til að mynda sprautað
vatni á fréttamennina. Þetta átti séra Sigurður, að sögn, erfitt með að
fyrirgefa og sagt var að eftir þetta hafi honum verið heldur í nöp við
Selfyssinga. En þegar menn sögðu: „Já, en séra Sigurður, þetta var nú
bara aprílgabb,“ svaraði hann með þjósti: „ Mér er andskotans sama,
þeir kunna enga mannasiði.“
Þá var í útvarpinu nokkrum árum síðar haft uppi aprílgabb sem gekk
út á það að jarðspíritus hefði fundist í Vatnsmýrinni í Reykjavík og hefði
jafnvel komið úr krana í húsi þar í grenndinni. Sigurður Þórarinsson
jarðfræðingur var kallaður til og skýrði fyrirbærið, og lét þess jafnframt
getið að spíritus þessi væri prýðilega drykkjarhæfur. Séra Sigurður hafði
heyrt þessa frétt í útvarpinu og stormaði þegar niður á pláss þar sem
hann hitti sveitarstjórann, kunningja sinn, sem var gamansamur
náungi. Auðvitað barst þessi nýja frétt fljótt í tal og prestur segir: „Djöf-
ullinn sjálfur, þetta er komið í leiðslurnar hjá fólki – og ég sem var
nýbúinn að kaupa mér íbúð austur í bæ.“
„En fyrst þeir hafa fundið jarðspíritus fyrir sunnan,“ segir sveit-
arstjórinn, „heldurðu þá ekki að hann gæti líka fundist hérna fyrir
vestan. Hvað segirðu til að mynda um Hulduhlíðarfjallið, er það ekki