Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Blaðsíða 13
TMM 2008 · 2 13
B l ó ð ö r n í F l a t e y
Til skemmtunar er yfirleitt upplestur á tvíræðum vísum og öðru slíku
sem félagsmenn grafa upp eða semja sjálfir. Eins og Kjartan segir: „Þetta
var svona létt menningarsnobb.“ (236)
Myndin sem hér er dregin upp er ekki falleg. Snobbið gerir það að
verkum að fólk af minni efnum fær ekki inngöngu, heldur ekki þeir sem
fá lágar einkunnir, hvað þá konur. Kjartan segist hafa verið undantekn-
ing þar sem hann var ekki af efnafólki kominn. Þess vegna velur Bryn-
geir Kjartan sem böðulinn. Þegar slysið verður tekur enginn upp hansk-
ann fyrir Kjartan heldur rotta gulldrengirnir sig saman gegn honum.
Frændur Jómsvíkinga hafa í sjálfu sér ekki áhuga á þjóðararfinum.
Þeir nota hann aðeins sem átyllu til að lyfta sér upp og fá sér í glas. Samt
er það arfleifðin sem dregur Einar til dauða. Ef ekki hefði verið farið
nákvæmlega eftir Flateyjarbók væri hann á lífi. Hér er skilningur á
þjóðargersemunum lítill en vitneskjan um verðmæti þeirra mikil.
Snobbararnir ungu vilja geta slegið um sig en aðeins Bryngeir sem þekk-
ir innihald bókarinnar veit hversu beitt vopn hún er. Enn og aftur reyn-
ist þjóðararfurinn geta drepið sé ekki farið rétt með hann.
Textatengsl við Flateyjarbók
Eins og áður gat eru augljós textatengsl við Flateyjarbók í Flateyjargátu.
Í hliðarsögunni eru hreinlega endursagðir heilu kaflarnir úr Flateyjar-
bók auk þess sem bókin sjálf hefur mikil áhrif á söguframvinduna.
Persónur láta stjórnast af henni og sagan er nefnd eftir henni. Kanadíski
prófessorinn Linda Hutcheon heldur því fram að séu textatengsl notuð í
skáldsögum geti þau verið hjálpleg við fræðilega innrömmun á efninu.
Þegar skáldsögur, og þá einkum sögulegar skáldsögur, krefjast einhverr-
ar fyrirframþekkingar af lesandanum er gott að leika sér á einhvern hátt
með textann sem um ræðir. Þannig fær lesandinn meiri tilfinningu
fyrir verkinu sjálfu og verður móttækilegri fyrir kaldhæðni, en Hutc-
heon telur að hún sé nánast alltaf í sögum sem nota textatengsl. Slíkar
bækur bjóða því upp á tilfinningu fyrir nútíðinni í fortíðinni, þó sú til-
finning verði aðeins kölluð fram með textabrotum og öðrum tilvís-
unum.13
Það má með sanni segja að Viktor Arnar leiki sér með textann. Brot
úr Flateyjarbók ramma bókstaflega inn söguna með hliðarsögunni og í
þeim köflum fær hann rými til að rökræða Flateyjarbók og endursegja
hluta úr henni. Án þessara hliðarkafla væri skáldsaga hans ekki jafn
augljóslega tengd Flateyjarbók. Vissulega myndi hún ennþá fjalla um
bókina, Flatey og fólkið þar, en hliðarsagan gefur annað sjónarhorn á