Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Blaðsíða 12
12 TMM 2008 · 2
A ð a l b j ö r g B r a g a d ó t t i r
góðra bóka. Þetta sést meðal annars í samtali Högna við Nonna litla:
„„Skilaðu mér svo vaskafatinu á morgun. Við getum þá farið á bóka-
safnið og fundið eitthvað skemmtilegt. Mundu að bækur eru bestu vin-
irnir,“ sagði hann brosandi.“ (88) Vissulega er Högni kennarinn á svæð-
inu en orðalagið er þó vafasamt þar sem bækurnar reyndust ekki góðir
vinir Þormóðs Kráks, Gastons Lund og Bjarnar Snorra. Högni er hrif-
inn en ekki dáleiddur eins og Þormóður Krákur sem er sjálfmenntaður
og kynnist Flateyjarbók í eynni. Það má vel ímynda sér að einhver,
kannski barnaskólakennarinn þá, hafi sagt Þormóði Kráki frá bókinni.
Eins og áður kom fram átti Þormóður Krákur erfiða æsku og það á
Nonni litli einnig. Hann elst upp við sérkennilegt heimilishald og hinir
krakkarnir í eynni leggja hann í einelti. Er þetta ef til vill spádómur um
hvernig getur farið fyrir Nonna? Hann er á sömu braut og Þormóður
Krákur og Högni ýtir undir elsku hans á bókum. Orð eins og „bækur
eru bestu vinirnir“ eru dýrmæt fyrir vinalausan dreng. Þjóðararfurinn
er djúpur og auðvelt að sökkva sér ofan í hann.
Einn hópurinn enn sem hefur sterk tengsl við Flateyjarbók er Frænd-
ur Jómsvíkinga eða Jómsvíkingafélagið. Þessi klúbbur er hálfgert leyni-
félag, andrúmsloftið er snobbað og hégómlegt þar sem aðeins greindir
ungir menn, flestir frá efnafjölskyldum, fá inngöngu. Félagið dregur
nafn sitt af Jómsvíkingum, flokki ungra ofurhuga sem herjuðu frá Jóms-
borg í lok tíundu aldar. Í bókarauka aftast í Flateyjargátu birtir Viktor
Arnar nokkra kafla úr Jómsvíkingasögu. Þar segir frá átökum Jómsvík-
inga við Hákon jarl og hvernig Jómsvíkingar höfðu á endanum betur
þegar Eiríkur sonur jarls veitti þeim flestum lífgjöf. Þessir kaflar eru
lesendum til fróðleiks því vígsluathöfn Frænda Jómsvíkinga er einföld-
uð endurgerð af þeirra, sannkallaður háskaleikur og bætir ekki að
áfengi er haft um hönd. Hér er þjóðararfurinn notaður á hættulegan
hátt og fyrirsögn Flateyjarbókar tekin bókstaflega. Snobbaðir skóla-
drengir vilja vera eins hugrakkir og forfeður þeirra og ekkert er til spar-
að. Fenginn er fær járnsmiður til að smíða góða eftirlíkingu af sverði
sem er bæði þungt og beitt. Sá sem leggst undir sverðið veit að vígslan er
ekki með öllu hættulaus en er samt tilbúinn til að leggja líf sitt að veði
til að vera með í félagsskapnum.
Og hvað dregur unga menn að svona félagsskap? Þessu svarar Kjart-
an með einu orði: „„Hégómi. … Mér þótti upphefð í því þegar mér var
boðin innganga og mér þótti gaman að fá mér í glas.““ (236–237) Sem
félagi í klúbbnum er Kjartan aðeins hærra settur en meðaljóninn þó það
sem gerist sé síst menningarlegt. Töluverður drykkjuskapur er á hverj-
um fundi og leysast þeir gjarnan upp í svall þegar líða tekur á kvöldið.