Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Blaðsíða 25
TMM 2008 · 2 25
A f m y n d u m o g s ö g u m
meðan þær stöllur haldi athygli drekans séu riddarar að stela fjársjóði
hans. Svo sést hún skælbrosandi leysa bönd prinsessunnar meðan drek-
inn flýgur bálreiður burt. Vissulega er kynhlutverkaruglingur skemmti-
legur í sögubókum, en það er eitthvað við myndmál sem gerir þetta
uppbrot enn áhrifameira. Að sjá litla sæta stelpu móðgast þegar drekinn
mismunar henni vegna kynferðis er bara svo ótrúlega fyndið og sterkt í
mynd að engin orð fá fangað akkúrat þá tilfinningu.
Einu sinni var mynd …
Kynhlutverkaruglingur er einnig áberandi stef í verkum Sigrúnar Eld-
járn og kemur vel fram í myndlýsingum hennar við eigin sögur.16 Mörg
þeirra myndasögulegu einkenna sem hér hafa verið rakin í tengslum við
skrímslabækur Áslaugar Jónsdóttur er einnig að finna í myndlýstum
bókum Sigrúnar, einkum að láta myndirnar segja meira en orðin. Dæmi
um þetta er í Gula sendibréfinu frá 2006. Sagan segir frá frekar hug-
litlum pilti sem á einn ósýnilegan vin og tvo sýnilega, Nóa sem er í
hjólastól og Siggu sem er af asískum uppruna – án þess að það sé nokk-
urntíma tekið fram, bara sýnt. Þannig er myndmálið notað til að teikna
upp þann fjölmenningarlega heim sem börn nútímans alast upp við, en
þar fyrir utan þjónar myndin tveimur hlutverkum. Annarsvegar hefur
myndin yfir sér yfirbragð átakaleysis sem iðulega vantar í tungumálið.
Orð bera með sér erfiðan pólitískan farangur (sem myndir gera vissu-
lega líka, en á annan hátt). Þannig gefur myndin yfirbragð hins sjálf-
sagða og venur bæði börn og fullorðna við að taka börnum af ólíkum
kynþáttum sem eðlilegum hlut í umhverfinu. Að setja eitthvað ekki í
orð getur verið nákvæmlega jafn pólitískt mikilvægt og að segja það
berum orðum. Hér má segja að það nýtist vel hversu veika stöðu mynd-
in hefur gagnvart orðinu. Vegna þess að myndin er ‘bara skraut’ þá ber
hún með sér ákveðið sakleysi, sem síðan snýst í andhverfu sína.17 Þessi
ónefnda litablanda persóna barnabóka birtist einnig í bók Kristínar
Steinsdóttur og Höllu Sólveigar Þorgeirsdóttur, Engill í vesturbænum
(2002).
Þessi dæmi sýna hvernig myndhöfundur getur sagt sína eigin sögu,
sem þarf ekki endilega að vera sú sem sögð er í orðunum. Myndhöfund-
ar myndasagna eru oft frjálsir í túlkunum sínum á handritum rithöf-
unda og þannig verða, þegar best lætur, til verk sem einkennast jafnvel
af átökum milli mynda og orða.
Sigrún beitir á stundum fyrir sig myndasögulegum töktum og þá má
einnig finna í sögum Juliu Donaldson og Axels Scheffler af Greppikló