Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Blaðsíða 83
TMM 2008 · 2 83
D e i l u r u m l e s t u r r ó m a n a
mennska og kvenréttindaumræðan, allt voru þetta þættir í miklum
samfélagsbreytingum sem væru að leiða þjóðina til móts við óvissa
tíma.47 Í opinberri umræðu blaða og tímarita má sjá ákveðinn ótta við
að rótlausu fólki myndi fjölga í kjölfar þessara breytinga. Jafnframt var
talin hætta á að erlendar afþreyingarbókmenntir gætu leitt slíkt fólk í
ógöngur iðjuleysis og óreglu, sérstaklega í freistingum þéttbýlismenn-
ingar sem var að myndast í Reykjavík. Ótækt væri ef ungt fólk eyddi
tíma sínum í lestur erlendra göturita þar sem dregin væri upp ofurein-
föld mynd af tilverunni og að skáldsagnapersónur gætu reynst hættu-
legar fyrirmyndir fyrir óharðnaða lesendur. Íslenskt samfélag í sjálf-
stæðisbaráttu og framsóknarhug mætti ekki við slíkum liðsmissi.
Deilurnar um lestur rómana á Íslandi á síðari hluta 19. aldar voru því
ekki eingöngu fagurfræðilegs eðlis heldur komu fjölmargir aðrir þættir
þar við sögu sem endurspegla þjóðfélagsþróunina á þessum tíma.
Tilvísanir
1 Sjá um þessa útgáfu: Svanhildur Gunnarsdóttir, „Þýddir reyfarar á íslenskum
bókamarkaði um miðja 18. öld“ Ritmennt 8 (2003), bls. 79–92.
2 Matthías Viðar Sæmundsson fjallar um útgáfu bókarinnar í Íslenskri bók
menntasögu III. bindi. Ritstjóri Halldór Guðmundsson (Reykjavík, 1996), bls.
542–551.
3 „Stutt kennslubók í Landafræðinni eptir C.F. Ingerslev“ Þjóðólfur 2. desember
1854, bls. 13–14.
4 Grímur Laxdal, „Svar til Þjóðólfs“ Norðri 8. mars 1855, bls. 23–24.
5 „Prentsmiðjan á Akureyri og „Felsenborgarsögur eður æfisögur ýmsra sjófar-
enda“ Þjóðólfur 20. júní 1855, bls. 102; 6. júlí 1855, bls. 109.
6 „Prentsmiðjan á Akureyri“ Þjóðólfur 6. júlí 1855, bls. 109.
7 „Prentsmiðjan á Akureyri“ Þjóðólfur 6. júlí 1855, bls. 109.
8 Sjá: Lbs 2670 8vo, ÍB 161 8vo og Lbs 2903 8vo.
9 Klemens Jónsson, Fjögur hundruð ára saga prentlistarinnar á Íslandi, (Reykjavík,
1930), bls. 141.
10 Páll Melsteð, Endurminningar, (Kaupmannahöfn, 1912), bls. 58.
11 Landsins útvöldu synir. Ritgerðir skólapilta Lærða skólans í íslenskum stíl 1846–
1904. Bragi Þorgrímur Ólafsson tók saman. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenn-
ingar 7 (Reykjavík, 2004), bls. 152.
12 Landsins útvöldu synir, bls. 152–153.
13 Landsins útvöldu synir, bls. 153–154.
14 Sjá: Loftur Guttormsson, „Lestrarhættir og bókmenning“ Alþýðumenning á
Íslandi 1830–1930. Ritað mál, menntun og félagshreyfingar. Sagnfræðirannsóknir
18 (Reykjavík, 2003), bls. 195–214.