Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Blaðsíða 120
B ó k m e n n t i r
120 TMM 2008 · 2
ljóðbót á þessari rímlausu skeggöld, en mikið undur fer það vel í ljóði þegar því
er beitt af smekkvísi og kunnáttu eins og hér.
Af hverju höldum við ekki þjóðhátíð þegar bók eins og Höggstaður kemur
út?
Þorleifur Hauksson
Þórbergur í nýju ljósi
Pétur Gunnarsson: ÞÞ í fátæktarlandi. JPV útgáfa 2007.
Á síðustu árum hefur mátt greina vaxandi áhuga á verkum Þórbergs Þórðar-
sonar. Mikið og blómlegt starf hefur verið á vegum nýstofnaðs Þórbergsseturs
í Suðursveit og Þórbergsþing hafa verið haldin bæði þar og í Háskólanum, síð-
ast nú í vor. Tvær ævisögur hafa komið út með árs millibili, Skáldalíf Halldórs
Guðmundssonar 2006 og ÞÞ í fátæktarlandi eftir Pétur Gunnarsson í fyrra,
sem hér verður fjallað um. Um ævi Þórbergs fram til þess að hann sló í gegn
með Bréfi til Láru hefur Helgi M. Sigurðsson líka ritað stutta bók í kjölfar
þeirra æskuskrifa sem hann gaf út í tveimur bindum í Ritsafni Þórbergs á
níunda áratugnum, og ekki má gleyma gróskunni í ritun fræðigreina um
einstök verk Þórbergs og góðum yfirlitsköflum í bókmenntasögum. Í grein um
jólabækur í síðasta hefti fann Jón Yngvi Jóhannsson að því að Pétur notfærði
sér ekki skrif bókmenntafræðinga um Þórberg í bók sinni um ÞÞ, og gamlir
aðdáendur Þórbergs eins og Sigurður Guðjónsson hafa kvartað yfir því á
blogginu að bókin væri tómur skáldskapur og engar nýjar staðreyndir kæmu
fram um meistarann. Það er því rétt að huga að því í leiðinni hvaða heimildir
Pétur styðst við og almennt hvers konar verk þetta er.
Í upphafskafla ÞÞ í fátæktarlandi er umfjöllunarefnið skortur á heimildum:
Þórbergur hefur „látið undir höfuð leggjast“ að greina frá ferðalagi sínu til
Reykjavíkur þegar hann fluttist þangað árið 1906 og frá því hvernig höfuðstað-
urinn kom honum fyrir sjónir. Þannig bætist enn ein aldarfarslýsing Reykja-
víkur um næstsíðustu aldamót við þær sem raðað hefur verið upp í nýlegum
ævisögum, meðal annars hjá báðum fyrrnefndum ævisagnariturum Þórbergs.
Inn í þessar lýsingar skeytir Pétur tilvitnunum í Íslenskan aðal og Ofvitann.
Hér kemur fátt á óvart, nema þessir þrír kaflar séu hugsaðir sem inngangur að
þessum verkum Þórbergs fyrir nýja lesendur hans. Síðan breytast efnistökin
þegar þessar heimildir þrýtur. Það er eins og höfundur hafi aðeins þurft að
troða marvaðann og anda djúpt áður en hann styngi sér í djúpið.
ÞÞ í fátæktarlandi er fyrri bókin af tveimur, og boðað er að heimildaskráin
muni fylgja síðara bindinu. Af aftanmálsgreinum má hins vegar fá allgóða