Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Blaðsíða 133
B ó k m e n n t i r
TMM 2008 · 2 133
uðum skilningi. Og um leið gagnrýnir EMJ vitaskuld formgerð franska menn-
ingarauðmagnsins og raunar allra þekkingarkerfa.
Það sem er þó mikilvægast við almenna gagnrýni EMJ á allar rétttrúnaðar-
kreddur er að hún frelsar hann undan þeirri ódýru gagnrýni að hann sé einfald-
lega marxisti eða kommúnisti eða fastur í fortíðinni. Á þessum rétttrúnaðartím-
um er mikilvægt að gagnrýnendur geri grein fyrir sjálfum sér og það gerir EMJ
svikalaust. Um leið er spjót hans þá einnig orðið vel yddað þegar hann beinir því
í þá átt þar sem andstæðingurinn er stærstur og sterkastur en það er auðhyggju-
fasisminn sem nú gín yfir heiminum og vill einn éta allt kál á Englandi og Frakk-
landi og Þýskalandi og alstaðar annarstaðar. Annað mikilvægt framlag bók-
arinnar til umræðu um þann andskota er prýðisgóð greining hans á ritinu Á
morgun, kapítalisminn sem verður honum að fulltrúa fyrir valdamestu rétttrún-
aðarstefnu nútímans, 19. aldar kapítalisma í meðförum Friedmans og skósveina
hans (sjá bls. 160–83 o.v.). En eins og lýst er í bókinni og við þekkjum öll mætavel
sem höfum augun opin gengur sú vofa nú ljósum logum um allan heiminn og
gerir skýrar kröfur um að vera hinn eini algildi og viðurkenndi sannleikur. Í
skólakerfinu birtist hún sem MBA-nám og MPA-nám, hin eina rétta leið að völd-
um í framtíðinni fyrir utan auðvitað auðmagnið sjálft sem mun opna allar dyr í
því sæluríki kapítalfasismans sem nú er rétt handan við hornið.
Eins og EMJ bendir réttilega á í bók sinni eiga þeir fáu sem enn eru ekki
rétttrúaðir nú í vök að verjast þar sem drjúgur hluti svokallaðra vinstrimanna
hefur í raun gengið kapítalfasismanum á hönd og boðar hann sem eina hugs-
anlega framtíð. Hann ræðir þetta einkum í frönsku samhengi (út frá ríkisstjórn
Jospins sem tók við völdum eftir óvæntan kosningasigur árið 1997) en vel
mætti taka dæmi úr ýmsum ríkisstjórnum sósíaldemókrata um alla Evrópu, og
raunar einnig úr stjórn Reykjavíkurborgar. Viðhorf auðhyggjurétttrúnaðar-
sinna sem kenna sig við vinstristefnu birtust þannig tært og skýrt í þeim all-
mikla fjölda greina sem skrifaður var í skammdegisumræðunni veturinn
2006–2007 um hvort tilteknir stjórnmálamenn vildu „flæma bankana úr
landi“, eins og það var orðað þá. Í slíkri umræðu leggja þeir sem eru rétttrún-
aðarsinnar eða vilja vera í náðinni hjá þeim allt kapp á að sýna fram á að þeir
aðhyllist engar sósíalískar kreddur, þeir vilji kannski koma í veg fyrir að fólk
svelti heilu hungri á götunum en um leið lækka skatta á fyrirtæki, afnema
krónuna vegna krafna um hagkvæman rekstur og einkavæða það fáa sem enn
standi eftir eins og nátttröll í ríkiseigu og hægt sé að hagnast á. Um leið er
iðulega tekið fram að bankar og stórfyrirtæki séu hinar einu sönnu stoðir og
bjargvættir íslensks samfélags frá ömurlegri íslenskri fortíð sem stundum nær
alla leið til ársins 2000 en stundum aðeins til 1991. En hatur á þeirri fortíð er
nauðsynlegur þáttur í auðhyggjurétttrúnaðinum, sem m.a. grundvallast á því
að andófsmenn hans séu haldnir fortíðarhyggju og séu á móti nútímanum.
Upp á síðkastið hefur auðhyggjurétttrúnaðurinn kappkostað að koma sér upp
viðráðanlegum andstæðingi, afturhaldssömum trúarviðhorfum í þeim heims-
hlutum þar sem íslam eru ríkjandi trúarbrögð. Eins og alkunna er studdu
bandarísk stjórnvöld mjög við bakið á trúuðu afturhaldi í ríkjum Araba fyrir fall