Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Blaðsíða 42
42 TMM 2008 · 2
G r e t e C o x
greru og hann stykki út úr umbúðunum fagnaði ég harðbrjósta á laun,
því ég var ástfangin af tónlistarmanninum mínum og vildi ekki fara. Í
ruglingslegri ástarvímu fékk ég mér vinnu á Keflavíkurvelli við að
blanda mjólkurhristinga á skyndibitastaðnum („Make’m thick, honey“)
og gjaldkerastarf á pósthúsinu. „Mjög menntandi,“ skrifaði ég móður
minni í Danmörku. „Ég þjálfast í enskunni og spara fyrir háskólagjöld-
unum.“ Ég nefndi ekki annars konar þjálfun og það að ég hafði gefið
hjarta mitt manni sem aðeins vildi fá það að láni.
Því var það ekki fyrr en eftir jól sem við stigum um borð í skip sem
flutti okkur til Danmerkur. Við eyddum aðfangadagskvöldi með Málfríði
og Guðjóni, fyrstu jólunum mínum að heiman, fjarri ættarsetrinu á Jót-
landi sem nú var glatað, því faðir minn hafði dáið í desember árið áður.
Þetta jólakvöld fórum við Helga til kirkju í Reykjavík. Í myrkrinu á
snæviþöktum götunum börðumst við blánefjaðar og viðkvæmar móti
ísköldum vindi til dómkirkjunnar. Við vildum heyra orgelið hljóma alla
leið til Kaupmannahafnar. Við vildum heyra beðið fyrir þeim lifandi og
þeim dánu, þótt bænirnar væru á íslensku, og við vildum heyra sálma
sem við þekktum. En við vorum seinar og urðum að standa í mann-
þrönginni rétt fyrir innan dyrnar þar sem við þrýstumst upp að göml-
um gráhærðum manni. Ég fann að klipið var í afturendann á mér og
hann strokinn af hörðum beinaberum fingrum þar til ég lagði á flótta.
Fjúkandi reiðar fukum við Helga undan vindinum að íbúðinni yfir
pósthúsinu.
Málfríður mætti okkur í dyrunum í þjóðbúningi. Hún virtist hærri
og grennri en venjulega, í síðu svörtu pilsi og með hvíta svuntu. Með
silfurnælur og sylgjur sem glampaði á í ljósinu, í aðskornum upphlut
með snjóhvítum bryddingum við úlnliði og háls og með svartan höf-
uðbúnað sem myndaði umgjörð um andlitið. Hún var eins og málverk,
ljómandi, tíguleg, þegar hún bauð okkur velkomnar.
„Friður á jörðu, þrjótarnir ykkar,“ gæti hún hafa sagt um leið og
munnur hennar svignaði eins og alltaf áður en hún hló. Og þegar við
hljóðuðum af vonsku, töluðum hvor í kapp við aðra og sögðum henni
frá gamla karlinum í dómkirkjunni þá hló hún. Hún hló svo dátt að hún
grét, og þá hlógum við allar og gátum ekki hætt. „Gleðileg jól,“ vældum
við. „Ó, gleðileg jól!“
Guðjón hlýtur að hafa verið dauðþreyttur eftir jólatörnina á pósthús-
inu, en hann hafði lagt á sig að elda matinn og hafði lagt alúð í verkið.
Ég man ekki hvort það var hangikjöt eða soðinn lax með sítrónum og
dilli, en hvað sem það var þá var það fullkomið, ekki of kryddað, ekki of
bragðdauft heldur hæfilegt og seðjandi eins og hjartnæmur sálmur.