Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Blaðsíða 93
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
TMM 2008 · 2 93
átta útgefnum ljóðabókum hans og úrvali úr fimm barnaljóðabókum, hátt á
fjórða hundrað kvæða alls sem henta við öll tækifæri, eins og aðdáendur
skáldsins vita. Ljóðasafn Steins Steinars er líka komið í tímabærri endurútgáfu
(Vaka-Helgafell), en nýtt og sérstaklega dýrmætt er heildarsafn ljóða Sigfúsar
Daðasonar: Ljóð 1947–1996, gefið út í tilefni af að áttatíu ár eru liðin frá fæð-
ingu hans (JPV).
Splunkunýjar eru ljóðaþýðingar Gyrðis Elíassonar í bókinni Flautuleikur
álengdar (Uppheimar), spennandi ljóð frá Bandaríkjunum og Kanada og
nokkrum Evrópulöndum. Flest eru ljóðin eftir 20. aldar skáld, það elsta, Carl
Sandburg, er þó fætt 1878. Úr Uppheimum kemur líka ný ljóðabók Ara Trausta
Guðmundssonar, Borgarlínur. Skáldið hefur víða flakkað og kynnir okkur hér
fyrir borgum sem hann hefur kynnst í ólíkum hornum heimsins.
Ólafur Ragnarsson bókaútgefandi lést í vor fyrir aldur fram. Hann var fædd-
ur 1944, varð þekktur sem fréttamaður á Sjónvarpinu en stofnaði bókaútgáf-
una Vöku 1981 og sinnti bókum og bókaútgáfu upp frá því. Um það leyti sem
hann lést kom út fyrsta og eina ljóðabók hans, Agnarsmá brot úr eilífð (Veröld),
sem hann orti í veikindum sínum. Þetta er opinn, ljóðrænn kveðskapur, per-
sónulegur, hlýr og oft gamansamur, og sýnir inn í æðrulausan huga. Ólafur
leggur víða áherslu á að við getum valið hvort við erum bölsýn eða bjartsýn, og
okkur beri að kjósa ljósið. Ljóðið „Vetur“ endar á þessu erindi:
Láttu hann ekki ná tökum á þér,
láttu hann ekki breyta heitu hjarta þínu
í hryssingskalt íshjarta.
Óvíst er hve lengi það slær.
Ármann Jakobsson íslenskufræðingur gaf út bókina Fréttir frá mínu landi í vor
(Nýhil), og má ef til vill kalla hana fyrstu „bloggljóðabókina“. „Óspakmælin“
og örsögurnar höfðu áður birst á bloggi Ármanns en í bókinni er úrval þeirra.
Þetta er dillandi skemmtileg bók og má bera niður hvar sem er til að sýna það.
Þessi heitir „Ég tryllist (þjóðsaga)“:
Í fyrsta bekk í menntaskólanum var stelpa með mér í bekk
sem hafði þann sið að í hvert sinn sem nýtt námsefni eða
próf var kynnt til sögu sagði hún: Ég tryllist.
Hún hvarf rétt fyrir jólapróf.
Sigurjón Árni Eyjólfsson trúfræðingur sendi frá sér bókina Tilvist, trú og til
gangur (Hið íslenska bókmenntafélag) þar sem hann fjallar um nokkrar helstu
kenningarnar um tilvist Guðs, allt frá sönnunum Anselms til afneitunar
Nietzsches. Frá sama forlagi barst líka lærdómsritið Laókóon eða Um mörkin
milli málverksins og skáldskaparins eftir Gotthold Ephraim Lessing, klassískt
rit frá 1766 í þýðingu Gauta Kristmannssonar og Gottskálks Jenssonar.