Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Blaðsíða 94
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
94 TMM 2008 · 2
Handa börnunum er Maxímús Músíkús heimsækir hljómsveitina, fjörug
saga um litla mús sem villist inn í tónlistarhús. Þar er sinfóníuhljómsveit að
hefja æfingu og músin þvælist fyrir fótum hljóðfæraleikaranna meðan þeir
stilla hljóðfærin sín. Um leið lærir músin hvað hljóðfærin heita og hvers konar
hljóð þau gefa frá sér. Sagan er eftir Hallfríði Ólafsdóttur flautuleikara og
myndirnar teiknar Þórarinn Már Baldursson víóluleikari. Bókinni fylgir
geisladiskur þar sem Valur Freyr Einarsson leikari les söguna og Sinfóníu-
hljómsveit Íslands leikur tónverkin sem koma við sögu (MM).
Talandi um klassík þá munu börn fagna endurútgáfum á klassísku mynda-
bókunum um Alfinn álfakóng, Dísu ljósálf og Dverginn Rauðgrana eftir hol-
lenska rithöfundinn og teiknarann Gerrit Theodor Rotman (JPV). Þær komu
fyrst út á íslensku árin 1928–1930 og margir fullorðnir Íslendingar fengu í
þeim sitt fyrsta myndlistaruppeldi – að ekki sé sagt myndlistarsjokk! Ísland
mun vera eina landið þar sem þessar bækur eru enn í umferð sem lifandi
verk.
Í þessu sambandi verð ég að nefna að Anna í Grænuhlíð á aldarafmæli í ár.
Þessi rauðhærða og orðheppna en þó seinheppna söguhetja kanadísku skáld-
konunnar Lucy Maud Montgomery er enn í fullu fjöri, það er verið að gera nýja
sjónvarpsseríu og nýlega kom út barnabókin Before Green Gables eftir Budge
Wilson um átakanlega ævi Önnu áður en hún kom til Matthíasar og Marillu í
Grænuhlíð.
Nýr kiljukúbbur var stofnaður núna á útmánuðum, Hrafninn, spennu-
bókaklúbbur Eddu útgáfu. Opnunartilboðið var val milli Ösku Yrsu Sigurð-
ardóttur (Veröld) og Sjortarans eftir James Patterson (JPV), en Hrafninn
kaupir nýjar kiljur frá helstu útgáfum landsins. Rithöfundurinn Mikael Torfa-
son hefur stofnað nýtt forlag, GKJ, sem hóf starfsemi á endurútgáfu á fyrstu
skáldsögu Mikaels, Fölskum fugli.
Þegar þetta er ritað eru Stína, Hugur og Ritið komin út. Meginefni Ritsins er
innflytjendur og spurningin hvort við hin innfæddu erum smeyk við þá. Í
Stínu er fjölbreytt bókmenntaefni að vanda, meðal höfunda eru Sjón, Bragi
Ólafsson, Guðrún Eva Mínervudóttir, Jóhann Hjálmarsson, Thor Vilhjálms-
son, Sigurbjörg Þrastardóttir og Jón Kalman Stefánsson, auk ritstjóranna,
Kristínar Ómarsdóttur, Guðbergs Bergssonar og Kormáks Bragasonar. Helstu
höfundar Hugar eru Páll Skúlason, Jón Á. Kalmansson, Stefán Snævarr og
Ólafur Páll Jónsson, en þema heftisins er heimspeki menntunar.
Þýðingar
Eiríkur Örn Norðdahl fékk Íslensku þýðingarverðlaunin fyrir skáldsöguna
Móðurlausa Brooklyn eftir Jonathan Lethem (Bjartur). Sagan gerist í heimi jað-
arfólks í New York, aðalpersóna og sögumaður þjáist af Tourette áráttuhegðun
sem meðal annars kemur fram í því að hann verður að snúa upp á orð sem
hann heyrir og endurtaka þau í endalausum tilbrigðum. Þýðing Eiríks Arnar
þótti svo skapandi að hana mætti að hluta flokka sem höfundarverk. Auk þess