Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Blaðsíða 66
66 TMM 2008 · 2
M a g n ú s K a r l P é t u r s s o n
fóru um í hópum og gáfu frá sér hljóð sem áttu að vera einhvers konar
fagnaðaróp, einkennilegan sönglanda sem líktist einna helst dýrahljóð-
um úr frumskógi.
Hótelið sem við bjuggum á var lágreist og herbergið okkar var nánast
með opnum steinboga út á þrönga götuna. Ekkert gler var í gluggum.
Eitt kvöldið þegar ég ætlaði að fara að sofa lá einhver spænskur flæk-
ingur í rúminu og rak ég hann út um gluggann. Þegar ég vaknaði um
morguninn var ég allur útbitinn af fló sem flækingurinn hafði skilið
eftir.
Í Tanger fórum við eitt sinn á veitingahús með araba á okkar aldri
sem lóðsaði okkur um borgina. Þar sátu menn í litlum hópum og reyktu
eitthvað úr vatnspípum. Það kölluðu þeir hassis. Stranglega var bannað
að neyta áfengis í Tanger en þeir notuðu hass í staðinn. Hinn arabíski
félagi okkar klæddist vestrænum fötum en við höfðum orð á því hvað
hann væri illa farinn af hassreykingum. Þetta var áður en hass fór að
berast til Vestur-Evrópu í einhverjum mæli og sé ég alltaf pínulítið eftir
því að hafa ekki prófað að reykja það þarna suður frá, en einhvern veg-
inn hafði ég ekki áhuga á því þá og hef aldrei haft þannig að tækifærið
gekk mér úr greipum.
Í Tanger skildi leiðir. Finnarnir og Svíinn héldu til baka en ég fór yfir
til Spænsku-Marokkó til hafnarborgarinnar Ceuta. Þar skoðaði ég mig
um í nokkra daga og fór síðan með ferju aftur til Gíbraltar. Þaðan lá
leiðin upp til Malaga og síðan aftur til Madridar.
Nokkru síðar fór ég einn míns liðs til norðurhéraða Spánar, vest-
urhluta Baskahéraðanna, borganna San Sebastian, Bilbao og Santander.
Ég hafði keypt mér miða í lestirnar á Spáni sem dugði fimm þúsund
kílómetra og hægt var að nota hvert á land sem var. Lestirnar stoppuðu
víða og var fólk að koma inn og fara út aftur eftir stuttar vegalengdir.
Þegar hér var komið sögu var ég orðinn þokkalega fær í spænsku og gat
haldið uppi samræðum við samferðamenn mína. Það var mun auðveld-
ara að ræða stjórnmál þarna norðurfrá en á Suður-Spáni. Fólkið var
opnara enda þótt farið væri um héruð þar sem uppreisnarlið Francos og
Emilios Mola hershöfðingja höfðu mestan stuðning í upphafi borgara-
styrjaldarinnar.
Fyrsti viðkomustaðurinn var San Sebastian. Sú borg er skammt frá
landamærum Spánar og Frakklands og er mjög falleg. Þetta var höf-
uðborg Baskahéraðanna eða Baskalands, Euskadia eins og Baskar kalla
það. Á þessum tíma var basknesk tunga bönnuð, eins og aðrar mállýsk-
ur, svo sem katalónska, og öll kennsla í skólum fór fram á kastilíönsku.
Ekki var þessu banni þó framfylgt í sveitahéruðunum. San Sebastian hét