Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Blaðsíða 80
80 TMM 2008 · 2
B r a g i Þ o r g r í m u r Ó l a f s s o n
taine (1758–1831) „Hallgilsstaðarómaninn.“32 Skoski höfundurinn James
Grant (1822–1887) kom einnig við sögu hjá félögunum, þeir lásu bæk-
urnar Philip Rollo og Frank Hilton. Grant var afkastamikill rithöfundur
og komu mörg verka hans út sem „Yellow-back“ en það voru ódýrar
bækur ætlaðar almenningi, prentaðar með sinnepsgulum kápum til að
vekja athygli. Sigurður, Sigfús og Benedikt skiptust þannig á fjölda rita
um árabil og virðast hafa verið ósnortnir af hinni neikvæðu opinberu
umræðu um lestur rómana, þó þeir hafi líka lesið bækur sem hafa notið
meiri virðingar.
Fundað um skaðsemi rómana
Málefni rómana var enn til umræðu í Lærða skólanum þegar nær dró
aldamótunum 1900. Í lok janúar árið 1895 var haldinn fundur í skóla-
félaginu Framtíðinni þar sem yfirskriftin var: Hvaða bækur eiga piltar
helzt að lesa? Sigurjón Jónsson, síðar læknir (1872–1955), tók þar til máls
og taldi upp ýmsar gerðir bókmenntagreina sem skólapiltar læsu, kosti
þeirra og galla. Meðal þeirra voru „eldhúsrómanar“, og sagði Sigurjón
að þeir væru hver öðrum líkir svo að þegar menn væru búnir að lesa
20–30 slíkar sögur væru menn orðnir fullsaddir af þeim. Hann taldi að
slíkar sögur væru ekki skaðlegar að öðru leyti en því að þær væru
tímaþjófar. Sigurjón taldi upp fleiri bókmenntagreinar; sagði að morð-
sögur væru lygilegar og ástarsögurnar svo ótrúlegar að þær gætu senni-
lega ekki æst ímyndunarafl lesenda nema þeir væru háfleyg skáld.33
Ári síðar birtist ritgerð í Tímariti bókmenntafélagsins eftir Einar H.
Kvaran ritstjóra (1859–1938) sem kallaðist „Um lestur bóka“ og var
byggð á erindi sem hann hélt hjá Stúdentafélaginu. Í umfjöllun um grein
Einars segir í Þjóðólfi að nauðsynlegt sé að vanda val landsmanna á les-
efni, því „það er sannarlega hvorki holl né sérlega menntandi andleg
fæða, þetta andlausa, danska rómanarusl, sem menn virðast nú vera
mest sólgnir í til lesturs hér á landi, eigi að eins í kaupstöðum, heldur
jafnvel upp til sveita.“34 Í greininni telur Einar að menn gleymi því að til
séu „óendanleg kynstur af meira og minna ljelegum bókum og allmikið
af ljótum, vondum bókum“ og segir áreiðanlegt að verstu hugsanir
vondra manna hafi komist þar á prent. Ef fólk hefði gaman af því að lesa
bækur sem almennt væru kallaðar siðspillandi, væri það til marks um
sjúkt hugarfar; lestur þeirra gæti haft skaðleg áhrif, dregið hugann niður
í sorpið á sama hátt og góðar bækur gætu hreinsað hann. Hann benti á
að vondar bækur væru afurð sjúks tíðaranda, „og þegar tíðarandinn er
sjúkur og spilltur, verjast menn naumast sýkingunni, sízt þeir sem í