Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Blaðsíða 91
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
TMM 2008 · 2 91
farir (JPV), Kristín Helga Gunnarsdóttir fyrir unglingabókina Draugaslóð
(MM), Ingunn Ásdísardóttir fyrir fræðibókina Frigg og freyja – kvenleg goð
mögn í heiðnum sið (Hið íslenska bókmenntafélag og ReykjavíkurAkademían)
og loks Kristín Marja Baldursdóttir fyrir stórvirkið um Karitas, Karitas án
titils og Óreiða á striga (MM).
Þorleifur Hauksson hlaut viðurkenningu Hagþenkis fyrir útgáfu Sverris
sögu (Hið íslenska fornritafélag). Auk hans voru tilnefnd til verðlaunanna
Þroskasálfræði Aldísar Unnar Guðmundsdóttur (MM), Erró í tímaröð. Líf hans
og list eftir Danielle Kvaran (þýð. Sigurður Pálsson, MM), Byggðasaga Skaga
fjarðar IV. Akrahreppur eftir Hjalta Pálsson (Sögufélag Skagafjarðar), Silfur
hafsins – Gull Íslands. Síldarsaga Íslendinga (Nesútgáfan), Bannfæring og
kirkjuvald á Íslandi 1275–1550 eftir Láru Magnúsardóttur (Háskólaútgáfan),
Náttúra, vald og verðmæti eftir Ólaf Pál Jónsson (Hið íslenska bókmennta-
félag), Hljóðspor eftir Pétur Hafþór Jónsson (Námsgagnastofnun), Virðing og
umhyggja. Ákall 21. aldarinnar eftir Sigrúnu Aðalbjarnardóttur (MM) og Við
brún nýs dags. Saga Verkamannafélagsins Dagsbrúnar 1906–1930 eftir Þorleif
Friðriksson (Háskólaútgáfan).
Kristín Steinsdóttir fékk í ár Sögusteininn, barnabókaverðlaun IBBY og
Glitnis, fyrir ómetanlegt framlag sitt til þeirrar bókmenntagreinar. Kristín
Helga Gunnarsdóttir er tilnefnd til Vestnorrænu barnabókaverðlaunanna fyrir
áðurnefnda Draugaslóð. Bjarni Jónsson leikskáld er tilnefndur til Norrænu
leikskáldaverðlaunanna 2008 fyrir leikrit sitt Óhapp sem var frumsýnt í Kass-
anum í Þjóðleikhúsinu sl. haust. Bókaverðlaun barnanna hlaut Hrund Þórs-
dóttir fyrir Loforðið (MM), kosin af rúmlega 5000 tólf ára börnum um land
allt, og Bryndís Guðmundsdóttir hlaut barnabókaverðlaun menntaráðs Reykja-
víkurborgar fyrir bókina Einstök mamma með myndskreytingum Margrétar
E. Laxness (Salka).
Sameiginlegt öllum verðlaunahöfundunum er að þeir komust ekki á blað í
könnun Fréttablaðsins á því hverjir væru „bestu rithöfundar þjóðarinnar“ (sjá
Frbl. 9.3. 2008). Ekki kemur á óvart að Arnaldur Indriðason er óskabarnið með
nærri 39% fylgi. Sá sem kemst næst honum er Einar Már Guðmundsson með
tæp 8%. Hringt var í 800 manns og svarhlutfallið var 62% sem ég tel að sýni
nokkuð almennan áhuga á bókum og bóklestri.
Fjöldi bóka hefur þegar komið út á árinu og verða bara örfáar nefndar hér.
Þetta eru bækur af hreint öllu tagi, en ein tilhneiging vekur strax athygli: end-
urútgáfur klassískra skáldrita. Loksins fer að bera árangur nuddið í áhuga-
mönnum um bókmenntir sem ég man fyrst markvisst eftir hjá Pétri Gunnars-
syni (og vona að ekki sé alvarlega hallað á neinn). Hann skrifaði fyrir þrettán
árum greinina „Um samhengisleysið í íslenskum bókmenntum“ í þetta tímarit
(TMM 1 1995) og lýsti eftir gömlum verkum í nýjum útgáfum: „Sá sem eitt-
hvað ferðast um landslag íslenskra bókmennta verður fljótt gripinn einkenni-
legri tómleikatilfinningu óðar og komið er út fyrir skæðadrífu augnabliks-
útgáfunnar. Iðulega þegar hann ætlar að seilast til víðfrægra verka sem heyra
til sjálfum grundvellinum, grípur hann í tómt.“