Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Blaðsíða 96
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
96 TMM 2008 · 2
Tónlistin í sumar
Reykholtshátíðin verður haldin 23.–27. júlí og verður mikið um dýrðir að venju.
Meðal þátttakenda er hinn heimsfrægi Karlakór St. Basil-dómkirkjunnar í
Moskvu, bandaríski tenórsöngvarinn Donald Kaasch og kammerhópur hljóm-
sveitarinnar Virtuosi di Praga frá Tékklandi; leiðari hans er Oldrich Vlcek sem
á að baki glæstan feril sem fiðluleikari. Á lokatónleikunum leika Auður Haf-
steinsdóttir (fiðla), Pálína Árnadóttir (fiðla), Þórunn Ósk Marinósdóttir
(víóla), Bryndís Halla Gylfadóttir (selló) og Steinunn Birna Ragnarsdóttir
(píanó) verk eftir Handel, Dohnányi og Dvorák. Steinunn Birna er sem fyrr
listrænn stjórnandi hátíðarinnar.
Sumartónleikar í Skálholtskirkju hefjast laugardaginn 5. júlí og standa til 10.
ágúst. Staðartónskáld er Sveinn Lúðvík Björnsson og verður flutt eftir hann
messa fyrir blandaðan kór, víólu og selló 12. og 13. júlí undir stjórn Magnúsar
Ragnarssonar.
Laugardagar hefjast jafnan kl. 14 á erindi, síðan eru tónleikar kl. 15 og kl. 17
með ólíkri efnisskrá. Þann fyrsta, 5.7., verður blásaratónlist í Bæheimi og
Vínarborg flutt kl. 15 en verk fyrir bassafiðlur og piccoloselló-scordatura frá
17. öld kl. 17. Daginn eftir verður blásaratónlistin endurtekin kl. 15.
Eftir þetta hefjast helgarnar í Skálholti á fimmtudagskvöldum kl. 20, og
verður dagskráin þau kvöld efnismeiri en verið hefur. Þann 10.7. verða fluttir
„Náttsöngvar“ eftir Rakhmanínov og strengjakvartett eftir Verdi. Laugardag-
inn 12.7. kl. 15 verður messa Sveins Lúðvíks en kl. 17 flytur Ishum kvartettinn
verk eftir Beethoven og fleiri. Sú efnisskrá verður endurtekin kl. 15 á sunnu-
daginn, og kl. 17 verður messan endurtekin við guðsþjónustu.
Fimmtudaginn 17.7. verða fyrri afmælistónleikar Kolbeins Bjarnasonar með
verkum eftir John Tavener, Gubaidulinu og Úlfar I. Haraldsson. Föstudaginn
18.7. syngur Chorale Eranthis frá Alsace evrópska kórtónlist frá ýmsum
tímum. Laugardaginn 19.7. flytja Voces Thules tíðasöngva kl. 15 og 18, en kl.
17 verða seinni afmælistónleikar Kolbeins Bjarnasonar með verkum eftir Huga
Guðmundsson, Toshio Hosokawa og fleiri.
Fimmtudaginn 24. júlí verða minningartónleikar um séra Guðmund Óla
Ólafsson með Ágústi Ólafssyni barítón og Bachsveitinni í Skálholti. Þeir verða
endurteknir kl. 15 á laugardag, en kl. 17 flytur Bachsveitin verk eftir Muffat,
Vivaldi, Corelli og Handel. Sunnudaginn 27.7. kl. 15 verða flutt verk fyrir fiðlu
og selló eftir Hafliða Hallgrímsson.
Svo kemur stóra helgin. Þann 31.7. flytur Marta G. Halldórsdóttir sópran
kantötuna „La Mort de Didon“ eftir Montéclair ásamt völdum hljóðfæraleik-
urum. Kantatan verður endurtekin laugardaginn 2.8. kl. 15, en kl. 17 þann dag
verður kammertónlist „strokin, blásin, slegin“ af úrvalsliði. Kl. 21 um kvöldið
verður flutt ný tónlist eftir ung tónskáld undir yfirskriftinni „Njúton“. Á
sunnudaginn kl. 15 flytja Les Basses Reunies verk eftir Purcell og Bach og
endurtaka leikinn á mánudaginn kl. 17.
Þá er komið að lokavikunni. Fimmtudaginn 7.8. verður kvöld með Schubert