Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Blaðsíða 22
22 TMM 2008 · 2
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r
mynd séu ríkjandi. Stundum eru orð og mynd jafnsterk og segja það
sama en það sem skiptir mestu máli fyrir gæði myndasögu er þegar orð
og mynd bæta einhverju hvort við annað, eru háð hvort öðru, eins og í
dæminu um myrkfælnu skrímslin. Það sem gerir myndasöguna að sér-
stöku formi er einmitt þegar vægi orða og mynda er jafnt, hvorugt má
missa sín til að merking haldist. Í sumum tilfellum geta orð og myndir
sagt tvær ólíkar sögur, sem eru látnar rúlla samsíða, en segja má að
Skrímsli í myrkrinu geri þetta að einhverju leyti – annarsvegar er sagan
um köttinn og hinsvegar sagan um ófreskjurnar í myrkrinu. Að auki
nefnir McCloud að í myndasögum eru orð oft hluti af myndinni, eru í
raun ‘mynd’, eins og í fyrrnefndu dæmi um skrímslin og köttinn.7
Flokkar McClouds eru að einhverju leyti sambærilegir við skema um
tegundir myndlýstra barnabóka sem Áslaug Jónsdóttir lýsir í grein sinni
„Yfir eyðimörkina á merinni Myndlýsingu“. Áslaug skiptir hlutverki
myndlýsinga í þrennt: skreytingu (hönnun á myndrænni umgjörð, búa
til myndir), upplýsingu (birtingu á frásögn, sagan sögð) og skýringu
(túlkun á hugmyndum, dýpkun á (ákveðnum) skilningi). Eftir því sem
fleiri þættir eru til staðar, því mikilvægari sé myndlýsingin.8 Síðan til-
tekur hún fimm tegundir myndabóka fyrir börn. Í sumum bókum er
ekki sögð nein saga heldur tengjast myndir í krafti tiltekinnar hug-
myndar, aðrar eru eins og leikföng að því leyti að þegar þær eru opnaðar
þá lyftist hluti síðunnar. Þessir flokkar skipta litlu máli hér. Hinir þrír
eru í raun einskonar þrískipting hlutverks myndarinnar, allt frá því að
sagan sé algerlega án orða, yfir í að myndirnar séu hrein viðbót, sagan
fyllilega læsileg án myndanna. Millistigið er svo það mikilvægasta, þar
standa myndir og orð jafnfætis og atburðarásin er háð samspili þeirra.9
Margt í þessum greiningum er svipað; bæði Áslaug og McCloud
leggja áherslu á mikilvægi þess að myndir og orð séu háð hvort öðru.10
Skilgreiningar á myndasögunni eru vissulega margvíslegar og vilja
sumir myndasöguhöfundar og -fræðingar meina að myndasaga í sínu
hreinasta formi sé fyrst og fremst knúin áfram af myndum, að orðin séu
í algeru aukahlutverki, jafnvel óþörf. Ekki virðist McCloud sammála
því, ef marka má greiningu hans í flokka, en Áslaug gerir ráð fyrir
orðlausum mynda-sögum í sínu skema. Til eru fjölmörg dæmi um
myndasögur án orða, en segja má að myndasagan reki að einhverju leyti
rætur sínar til ýmisskonar orðlausra mynda-sagna, til dæmis mynd-
lýstra japanskra handrita frá miðöldum eða tréskurðarmyndabóka lista-
mannanna Lynd Ward og Frans Masereel sem gefnar voru út snemma á
tuttugustu öld. Í slíkum verkum er myndmiðillinn nýttur til hins ýtr-
asta til að segja sögu. Myndasögufræðingurinn Bill Blackbeard heldur