Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Blaðsíða 111
B ó k m e n n t i r
TMM 2008 · 2 111
mynda sem tengjast fræðasviðinu. Nefna má að ritstjórinn, Daisy Neijmann,
gerir þetta vel í lokakafla ritsins þar sem hún fjallar um bókmenntir Vestur-
Íslendinga.
II
A History of Icelandic Literature skiptist í ellefu kafla sem skrifaðir eru af
fjórtán bókmenntafræðingum. Fyrsta kaflann, „The Middle Ages“ (bls. 1–173),
sem fjallar um íslenskar miðaldabókmenntir, skrifa þeir Vésteinn Ólason og
Sverrir Tómasson, Vésteinn um kveðskapinn en Sverrir um sagnaritun. Í
öðrum kafla, „From Reformation to Enlightenment“ (bls. 174–250), fjallar
Margrét Eggertsdóttir um bókmenntir frá siðaskiptum til upplýsingaaldar;
Þórir Óskarsson skrifar um rómantísku stefnuna í þriðja kafla, „From Rom-
anticism to Realism“ (bls. 251–307); Guðni Elísson fjallar um raunsæisstefnu
og nýrómantíkina í fjórða kaflanum, „From Realism to Neoromanticism“ (bls.
308–356), og Jón Yngvi Jóhannsson fjallar um bókmenntir millistríðsáranna í
þeim fimmta, „Realism and Revolt: Between the World Wars“ (bls. 357–403).
Ástráður Eysteinsson og Úlfhildur Dagsdóttir eru höfundar að sjötta kafla,
„Icelandic Prose Literature, 1940–2000“ (bls. 404–470), þar sem fjallað er um
sagnaskáldskap frá 1940 til 2000. Í sjöunda kaflanum, „Icelandic Poetry since
1940“ (bls. 471–502), fjallar Eysteinn Þorvaldsson um ljóðagerð sama tímabils.
Síðustu fjórir kaflarnir eru frábrugðnir þeim sem á undan fara að því leyti að
þar snýst umræðan um ákveðna þætti íslenskrar bókmenntasögu en ekki
ákveðin tímabil. Helga Kress fjallar um íslenskar kvennabókmenntir í áttunda
kafla sem ber titilinn „Searching for Herself: Female Experience and Female
Tradition in Icelandic Literature“ (bls. 503–551); Árni Ibsen og Hávar Sigur-
jónsson skrifa um íslenskt leikhús í þeim níunda (bls. 552–585); Silja Aðal-
steinsdóttir um barnabókmenntir á tímabilinu 1780–2000 í þeim tíunda (bls.
586–607) og síðasta kaflann, „Icelandic Canadian Literature“ (bls. 608–642)
skrifar ritstjórinn, Daisy Neijmann, um bókmenntir Vesturfaranna og afkom-
enda þeirra.
Eins og búast má við fjalla allir höfundar ritsins um sín sérsvið innan
íslenskra bókmennta og byggja að sjálfsögðu mikið á því sem þeir hafa áður
ritað og birt um viðfangsefnið. Flestir kjósa hefðbundna leið í skrifunum; fjalla
á greinargóðan og skipulegan hátt um tímabilið sem þeim er úthlutað í línu-
legri tímaröð, tengja bókmenntirnar við samfélagslega þróun og helstu hug-
myndastrauma og staldra við einstaka höfunda og bókmenntaverk – og þá að
sjálfsögðu helst þau verk sem þau telja að sæta bókmenntasögulegum tíðind-
um. Hér verður ekki fjallað um hvern kafla fyrir sig heldur gripið niður á stöku
stað til að gefa hugmynd um efnistök og aðferðafræði. Almennt má segja um
ritið að það uppfyllir ágætlega það markmið að gefa erlendum lesendum færi á
að kynnast helstu stefnum og straumum í íslenskri bókmenntasögu frá upp-
hafi og fram undir aldamótin 2000. Textinn er alls staðar skýr og vel skrifaður
og ástæða er til að nefna hér þátt Gunnþórunnar Guðmundsdóttur bók-
menntafræðings, því þótt hún sé ekki höfundur neins kafla bókarinnar þýðir