Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Blaðsíða 53
TMM 2008 · 2 53
M i n n i n g a r ú r H ó l m a n e s i
skyldumyndirnar, myndir af sauðkindum í ýmsum útgáfum. Lyfsalinn
gerði lítið úr en sagði að framan af hefðu tekjurnar af apótekinu tæpast
dugað til þess að framfleyta fjölskyldunni og hefði hann því brugðið á
það ráð að koma sér upp nokkrum skjátum svo börnin gætu fengið
kjötbita að minnsta kosti á sunnudögum. Hann lét þess hinsvegar ekki
getið að myndirnar væru flestar af verðlaunahrútum, sem hann hefði
kynbætt með vísindalegum aðferðum og að hann væri blessaður um
allar sveitir fyrir að hafa innleitt þar sitt ágæta fjárkyn, rétt eins og séra
Guðmundur á sinni tíð fyrir séraguðmundarkynið. Auk þess að kyn-
bæta búsmalann hyglaði hann honum eftir bestu getu með lækningum
sínum, sem hann kvaðst raunar hafa tekið að sér nauðugur, og aðeins
vegna þess að engan dýralækni var að hafa í héraðinu. Hann hefur án
efa verið heppinn með þessar lækningar, því það var mál manna í þorp-
inu að mikill yrði missir bændanna þegar Finsen færi. En hvað var til
ráða? Enginn dýralæknir í sigti og bændur orðnir því vanir að stóla á
apótekarann. Í fljótu bragði virtist eina færa leiðin sú að útskrifa nýja
lyfsalann sem einhverskonar dýraskottulækni. Og það gerði Vilhelm
Finsen á þremur morgnum. Af mikilli andagift útlistaði hann fyrir mér
hina ýmsu kvilla búfénaðarins og kenndi mér ráð við þeim. Það voru
doði, ormaveiki, súrdoði, skota, hrossasótt, múkk, innistöðuskjögur,
vanki í sauðfé, júgurbólga, báshella, stálmi, álfabruni á kúm, hunda-
hreinsun.
Auðvitað gat ég ekki farið í föt Finsens í dýralækningunum. En leyfi
mér þó að státa af einu atviki.
Einn daginn kemur Jón á Bakka í apótekið og segir að ein af sínum
gamalám geti ekki borið, og fái hún ekki hjálp, drepist hún. Ég var ekki
of vel að mér í fæðingarhjálpinni, og það eina sem upp úr mér skrapp var
hin gamalkunna setning Ólafs Kárasonar, „ Það var og.“ Eitthvað hafa
gráu sellurnar þó farið á kreik því fyrr en varði kviknar á ljósaskilti í
kollinum á mér og stendur þar orðið „oxítósín“. Það er hormón sem
veldur samdrætti í legi. Nema það að ég gríp glas af þessum metal úr
ísskápnum og fer að kynna mér málið. Ég segi Jóni bónda að stundum
sé reynt að sprauta ærnar með þessu, en það sé umtalsverð áhætta. Hann
verði sjálfur að ákveða hvort hann vilji taka hana. „Ég hef engu að tapa,“
segir hann og tekur glasið, og ég segi honum skammtinn. Seinna um
daginn kemur Jón bóndi aftur í apótekið. Hann er eitt sólskinsbros og
segir að stuttu eftir að hann sprautaði ána hafi hún borið tveimur
hraustum lömbum.
Öll árin sem ég átti eftir í Hólmanesi heilsaði þessi maður mér eins og
ég væri biskupinn yfir Íslandi.