Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Blaðsíða 78
78 TMM 2008 · 2
B r a g i Þ o r g r í m u r Ó l a f s s o n
litið í skólabók síðan skólaárið byrjaði – en „samt [las ég] rómana í
öllum tímunum, að svo miklu leyti, sem kennararnir stóðu ekki yfir
mér.“20 Fleiri skólapiltar höfðu gaman af rómanalestri, því sagt er að
þegar þeim var stefnt til messu í dómkirkjunni var oft höfð meðferðis
bók eftir James Fenimore Cooper (1789–1851), Bodderen i Bern, sem var
til í bókasafni skólans, gyllt í sniðum og með gullrósum á spjöldunum.
Skólapiltar glugguðu í bókina á meðan guðsþjónustan stóð yfir og töldu
það óhætt því kennarar og aðrir hafi álitið að umrædd bók væri sálma-
bók.21
Óheftur lestur rómana og skemmtisagna var ekki einungis álitinn
skaðlegur fyrir unga pilta. Það átti líka við um stúlkur. Í dagbók sinni
segir fyrrnefndur Ólafur Davíðsson frá því að hann hafi heyrt að for-
stöðukona Kvennaskólans á Laugalandi hafi rifið óæskilegar blaðsíður
úr bókum skólans, svo þær kæmu ekki fyrir sjónir skólastúlkna. Ólafur
bætir við: „Svo reif hún alltaf upp úr Verðandi eftir því sem hún las, og
seinast var ekki eftir nema tóm kápan“.22
„Tengslanet“ um lestur rómana
Þótt nokkurrar andúðar hafi gætt á rómönum virðist sem eftirspurn
hafi verið eftir þeim, eins og kom fram í Ísafoldargrein Jóns Árnason-
ar bókavarðar. Sem dæmi má taka bréfaskipti Sigurðar Jónssonar á
Gautlöndum (1849–1896) og Benedikts á Auðnum (1846–1939) á
árunum í kringum 1870. Þeir mynduðu nokkurs konar tengslanet
ásamt kunningjum sínum, Sigfúsi Magnússyni (1845–1932) og Jóni
Halldórssyni frá Birningsstöðum, til að útvega og skiptast á erlendum
skáldritum og varð þeim nokkuð ágengt.23 Meðal þessara rita voru
bækur sem félagarnir kölluðu rómana, og höfðu þeir ekkert neikvætt
um slíkar bókmenntir að segja í bréfunum. Í júní 1867 sendir Sigurð-
ur t.d. bréf til Benedikts þar sem sjá má að hann vildi gjarnan lesa
f leiri rómana, en dönskukunnátta hans hamlaði því nokkuð. Hann
segir:
Nú ætla eg að byðja þig að ljá mjer róman sem eg hefi heyrt þú ættir og mig
minnir að heiti De tre frimure. Jeg hefi heirt honum hælt mikið, einnig lángar mig
ósköp til að fá róman sem eg sá sem allra snöggvast í fyrra hjá Jóni Halldórssyni
og víst var úr Grenjaðarstað, eg held hann sje kallaður Natt … ekki man jeg það
samt fyrir víst.24