Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Blaðsíða 52
52 TMM 2008 · 2
S t e fá n S i g u r k a r l s s o n
gömul trú að þar sé margan fjársjóð að finna?“ En í fjalli þessu mun
Hólmaneskirkja hafa átt ítök, að minnsta kosti fyrrum tíð. Prestur verð-
ur óður og uppvægur og segir: „Jú jú, mikil ósköp, ja Hulduhlíð, auðvit-
að, það er bara verstur skollinn að það veit enginn hver á þessar krists-
fjárjarðir.“
Nú má velta því fyrir sér hversvegna jafn vel upplýstur og greindur
maður og séra Sigurður hafi verið svona gjarn á að leggja trúnað á hvik-
sögur sem flestir áttuðu sig á að voru uppspuni frá rótum. Mér er nær
að halda að það hafi verið hið mikla ímyndunarafl hans, ásamt hæfilega
barnslegri sýn á veruleikann sem hafi teymt hann út á refilstigu þar sem
allt gat gerst, ekki síst hið ómögulega. Og hvernig er það ekki með okkur
sjálf? Höldum við ekki oft og einatt dauðahaldi í alls kyns furðusögur,
jafnvel þótt við vitum að þær séu loftsýnin ein?
Langt er nú síðan tíminn læsti tönnum sínum í séra Sigurð og dró
hann ofan í kjallarann á elliheimilinu Grund. Dró hann burt úr faðmi
flóans breiða með eyjunum óteljandi, burt frá því fólki sem hann hafði
deilt með gleði og sorgum alla ævi. Ég var aldrei duglegur að sækja
messur hjá honum. Það var helst við útfarir og fermingar að ég heyrði til
hans í kirkjunni, og slitur úr einni fermingarræðu hans held ég að ég
muni nokkurnveginn orðrétt.
Hann sagði: „Börnin mín, þið vitið að það er slæmt að drekka vín, og
það eigið þið alls ekki að gera. En ég veit að sum ykkar eiga samt eftir að
gera það. Og við þau ykkar vil ég segja. Drekkið aldrei daginn eftir.
Munið það. Réttið ykkur aldrei af, sem kallað er, því þá ber ógæfan brátt
að dyrum.“
Þessa fyrstu daga mína í Hólmanesi kynntist ég fleiri þorpsbúum en
sóknarprestinum, og þar set ég efstan á blað forvera minn í starfi, Vil-
helm Finsen lyfsala, sem reyndist mér betri en enginn þegar ég var að
stíga mín fyrstu skref í embættinu. Finsen lyfsali var grannvaxinn
maður, kvikur í hreyfingum, og þegar ég sá hann fyrst var hann klædd-
ur í hálferma skyrtu, íþróttabuxur og með strigaskó á fótum, svo manni
datt í hug hvort maðurinn væri nýkominn inn eftir hlaupasprett, eða
væri á leiðinni út að skokka. Hann bauð mér til stofu og kona hans,
dönsk, bar okkur kaffi. Það var á allra vitorði að Finsen væri kominn af
mektarfólki. Meðal annars átti hann til frændsemi að telja við Níels
Finsen, annan tveggja fyrrum nemenda Menntaskólans í Reykjavík sem
hlutu hin heimsfrægu Nóbelsverðlaun, og voru þó aldrei taldir neinir
fyrirmyndarnemendur í þeim skóla.
Heimili lyfsalahjónanna var vistlegt og bar ótvíræðan danskan svip.
En ég man að það undraði mig að sjá á heimili hans, innan um fjöl-