Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Blaðsíða 97
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
TMM 2008 · 2 97
og Skálholtskvartettinum. 9.7. kl. 15 verður kirkjuleg hljóðfæratónlist úr talna-
bandssónötum Bibers, sem verður endurtekin kl. 15 á sunndaginn. Á laugar-
daginn kl. 17 verða Haydn og Schubert með Skálholtskvartettinum.
Undir geislanum undanfarið hefur meðal annars verið diskur með píanó- og
kammertónlist Sveinbjörns Sveinbjörnssonar (Naxos), fyrsta tónskálds sem
Íslendingar eignuðust, en í fyrra voru liðin 160 ár frá fæðingu hans. Þarna eru
meðal annars tvö píanótríó og fiðlusónata, ljúf verk en þó sérkennilega áleitin,
auk þess smærri stykki og eru tvö þeirra hljóðrituð í fyrsta sinn á þessum diski.
Eiginlega er fáránlegt hvað maður þekkir þessi verk illa, en nú verður breyting
þar á. Flytjendur eru allir nafntogaðir snillingar: Nína Margrét Grímsdóttir
píanóleikari, Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari og sellóleikararnir Sigurgeir
Agnarsson og Sigurður Bjarki Gunnarsson. Smekkleysa dreifir Naxos diskum
á Íslandi.
Myndlistin í sumar
Aðalþema Listahátíðar í Reykjavík í ár var myndlist, og margar sýningarnar
sem þá voru opnaðar standa langt fram á sumar. Innsetningarnar í Hafnarhús-
inu sem tengjast Tilraunamaraþoninu þar verða sýndar til 17. ágúst. Sýning
Rúríar í Start Art, Sökkvun, stendur til 30. júní. Sýning brasilíska listamanns-
ins Ernesto Neto í i8 stendur til 28. júní. Í Listasafni Íslands verður sýningin
List mót byggingarlist til 29. júní og á Kjarvalsstöðum sýningin Draumar um
ægifegurð í íslenskri samtímalist til 7. september, beggja var getið í síðasta hefti
TMM.
Þeir sem fara hringinn í sumar ættu að hafa sérstakt auga úti fyrir spenn-
andi sýningum. Á Akureyri stýrir Hannes Sigurðsson safnstjóri sýningunni
Andspænis Kína til 29. júní. Þar eru sýnd málverk og skúlptúrar eftir níu
þekkta kínverska listamenn sem voru fengin að láni frá hollenska safnaranum
Fu Ruide. Í Safnasafni á Svalbarðsströnd standa Anna Líndal, Bjarki Bragason
og Hildigunnur Birgisdóttir að sýningunni Greinasafni til 8. júlí. Á Eiðum á
Fljótsdalshéraði sýna Hrafnkell Sigurðsson og Lennart Alvés til 1. júlí. Í Lista-
safni Reykjanesbæjar stjórnar Aðalsteinn Ingólfsson sýningunni Þrívíður á
verkum sem Hannes Lárusson, Guðjón Ketilsson og Helgi Hjaltalín hafa unnið
í tré; hún stendur til 15. ágúst. Og í Listasafni Árnesinga, Hveragerði, eru sýnd
pappírsverk Magnúsar Kjartanssonar heitins til 20. júlí. Sýningarstjóri er Jón
Proppé.
Rétt er að minna ferðamenn til New York á fossana hans Ólafs Elíassonar
sem munu falla fram af háum stöllum ofan í Austurá í sumar og haust, frá
miðjum júlí og fram í október. Nú stendur yfir tvöföld sýning á verkum Ólafs
í Museum of Modern Art í New York, annars vegar í aðalbyggingu MoMA við
53. stræti á Manhattan, hins vegar í nýlistamiðstöð safnsins, P.S.1, við Jackson
Avenue í Queens. Sýningunum lýkur 30. júní.
Þórunn Sigurðardóttir lætur af störfum sem listrænn stjórnandi Listahátíð-
ar í ár; við tekur Hrefna Haraldsdóttir sem hefur gegnt starfi framkvæmda-