Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Blaðsíða 81
TMM 2008 · 2 81
D e i l u r u m l e s t u r r ó m a n a
fjölmenni búa, með því einu, að bægja viðsjárverðum bókum frá hús-
dyrum sínum.“35 Einar taldi jafnframt að menn væru í sífelldri hættu á
að dragast frá því sem styrkti og efldi andann, að því sem æsir hann og
svæfir svo. Lestur góðra bóka væri því afskaplega mikilvægur fyrir vel-
ferð hvers einstaklings, og gæta þyrfti að því að lélegar eða vondar
bækur kæmust ekki nærri þeim og leiddi þá í ógöngur.
Í apríl 1902 var haldinn fundur í Lærða skólanum um bókaval skóla-
pilta, að þessu sinni í bekkjarfélagi 2. bekkjar. Umræðuefnið var Hvaða
bækur eigum vjer að lesa fyrir utan námsgreinar? Á fundinum tók Björn
Jósepsson, síðar læknir (1885–1963), til máls meðal annarra. Hann taldi
að rómanar gætu verið ágætir ef þeir væru rétt valdir – en umfram allt
ættu skólapiltar þó að lesa Íslendingasögurnar. Guðjón Baldvinsson,
síðar kennari á Ísafirði (1883–1911), sagði að hægt væri að læra ýmislegt
af rómönum – til dæmis hvernig ætti að velja sér stúlku – en bætti við
að rómanar ættu ekki að sitja í fyrirrúmi fyrir íslenskum bókum. Guð-
mundur Hlíðdal, síðar póst- og símamálastjóri (1886–1965), taldi að
ráðleggingar sem væri hægt að fá í rómönum um það hvernig hægt væri
að velja „góða og vel kostum búna stúlku“ væru oft lítils virði, því menn
gætu orðið blindir af fegurð ákveðinna stúlkna og þá sæti fegurðin í fyr-
irrúmi fyrir öllu öðru. Guðjón Baldvinsson tók þá aftur til máls og taldi
að slík ást væri „suðræn holdleg ást“ en ekki „norðræn hrein ást“!36
Útgáfa Jóhanns „próka“
Umræður innan Lærða skólans um mögulega skaðsemi rómana voru
aðeins forsmekkurinn að því sem koma skyldi. Um og eftir aldamótin
1900 birtust ótal smásögur og neðanmálssögur í íslenskum blöðum og
tímaritum, sem margir álitu hálfgerðan sorplestur.37 Árið 1907 von-
uðust sumir til þess að „eldhúsrómana öldin“ væri að líða undir lok,38
aðrir töldu að þessar bókmenntir myndu drepa niður bæði fegurðar-
smekk landsmanna og þjóðernið.39 Þorsteinn Erlingsson skáld (1858–
1914) taldi að blöðin hefðu alið upp bókmenntasmekk alþýðu því að hún
hefði mestan áhuga á neðanmálssögum þeirra sem væru yfirleitt „jafn-
ótækar að efni og máli, en hafa þann kost, að við þær þarf lesarinn
hvortki mikla hugsun né skilning, en getur tekið þær inn eins og Brama
eða brennivín til að æsa tilfinningarnar, og því verða þær vinsælar.“40 Í
desember 1909 skrifaði Jónas frá Hriflu (1885–1968) nokkrar greinar í
Ingólf þar sem hann gagnrýndi rómanaútgáfu Jóhanns „Próka“ Jóhann-
essonar (1870–1914) harðlega, en Jóhannes hafði gefið út ýmsa rómana
eftir bandaríska höfunda árin á undan. Jónas taldi að þessar bókmennt-