Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Blaðsíða 102
102 TMM 2008 · 2
M y n d l i s t
og kvikmyndir væru betur til þess fallin en aðrir miðlar að „myndskreyta“
heimspekilega hugtakið streymi. Myndbönd eru þó aðeins einn miðill af
mörgum á sýningunni.
Innsæið
Það er ekki á hverjum degi sem settar eru upp myndlistarsýningar á Íslandi
sem hvetja jafn ákveðið til heimspekilegrar hugsunar og þessi sýning, þótt ekki
sé nauðsynlegt að vera lesinn í heimspeki til að njóta hennar. Þar kemur til
sögunnar annar snertiflötur við heimspeki Bergson en það er innsæið, and-
stæða vitsmunanna, sem kallast á við streymið. Innsæið hefur frekar verið
tengt kvenlegum eiginleikum en karllægum og talið andhverfa skynsemi,
raunsæis og þeirrar vísindahyggju er telur mínútur. Innsæið getur ekki lagt
fram útreikninga máli sínu til stuðnings heldur fylgir eigin rökum, byggðum á
tilfinningu og næmi, líkt og listin.
Myndlistarmennirnir á Streyminu eiga það sameiginlegt að treysta inn-
sæinu í sköpun sinni og leyfa vitundunni að flæða áfram í verkum sínum. Með
því er átt við að verk þeirra eru ekki úthugsuð í þeim skilningi að vera fyrir-
fram skissuð upp og síðan framkvæmd heldur verða þau til í sjálfu ferlinu.
Þetta á til að mynda við um verk Guðnýjar Rósu sem höfundur texta í sýning-
arskrá, Filip Luyckx, telur að búi yfir „tímalausu minni“, og á þá við að þau
virðast unnin utan mælanlegs tíma. Óhlutbundin nálgunin ýtir undir þá til-
finningu að verkin standi utan við listsögulegan tíma og rúm og fylgi eigin
lögmálum. Þau birta afar persónulega sýn sem virðist sprottin fram úr óheftu
vitundarflæði sem leiðir listamanninn áfram án þess þó að hann gefi sig á vald
taumlausu stjórnleysi.
Gabríela fylgir líka innsæinu þar sem hún vinnur á lendum hins óröklega.
Hún gengur til verks með allar gáttir skynlegrar vitundar opnar og leyfir lykt,
hljóði og óheftu flæði hugans að losa sig undan fyrirframmótuðum viðmið-
unum. Verk hennar eru eins og tónlist að því leyti að þau tala beint við tilfinn-
ingarófið og kalla fram milliliðalaus viðbrögð hláturs, andúðar, hryllings eða
hreinlega gruns um vandræðagang, allt eftir því hvort horft er á nákvæma
teikningu af sneiddum kynfærum, höfuðlausa brjóstmynd, skáld sem drekkur
blek úr fjaðurpenna eða nunnur að strá flórsykri á lík. Við erum ekki alveg viss
hvort við eigum að hlæja eða gráta, hneykslast eða leyfa okkur að heillast með,
en okkur grunar að Gabríela láti allt flakka og geri þá kröfu að við látum allar
hefðbundnar mælistikur falla á leið okkar um hið óbeislaða hugríki.
Myndskreytingin
Óheft vitundarflæði birtist á ólíkan hátt í verkum Gabríelu og Guðnýjar Rósu
en efnistökin breytast enn á ný þegar við stöndum frammi fyrir verkum Emm-
anuelle Antille. Ef hægt er að tala um flæði í verkum hennar kemur það fram í
því hvernig henni tekst að fanga á sannfærandi hátt ástand ákveðins samfélags-