Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Blaðsíða 79
TMM 2008 · 2 79
D e i l u r u m l e s t u r r ó m a n a
Í mars ári síðar minnist Sigurður á bókina Spionen eftir James Feni-
moore Cooper og Adam Bede eftir skáldkonuna George Eliot (dulnefni
Mary Ann Evans 1819–1880).25 Sigurður segist í bréfi 16. mars 1869 ætla
að senda Benedikt Adam Bede og bætir við nokkrum orðum um sögu-
þráðinn:
Loksins er eg nú búinn að lesa „Adam Bede“, og sendi eg þjer hann nú hjermeð.
Mjer þykir hann allfallegur, samt ekki eins fallegur og af honum hefur verið látið,
efnið er svo ótæklega dregið í honum, en reindar er hann príðilega ritaður; finnst
þjer ekki, að margt af heldra kvenfólki nú á tímum bera sig líkt að í heiminum
eins og aumingja Hetty gjörði fyrri part ævi sinnar (alt þangað til hún hljóp frá
mr. Poyser?)26
Í nóvember hælir Sigurður sögunni Kenilworth eftir skotann Walter
Scott (1771–1832) og segist vera að lesa bókina Eugene Aram eftir
Edward Bulwer Lytton (1803–1873).27 Þeir félagar lásu líka annað rit eftir
Lytton, danska þýðingu á Night and Morning sem kom fyrst út á ensku
árið 1841. Um hana segir Sigfús í bréfi til Benedikts í febrúar 1870:
Ég er búinn að lesa Nat og Morgen … Það er ágæt saga, hún er svo lipurt skrifuð
og hlýtur því að hræra tilfinninguna, og það, sem mér þykir best, að ekkert er
fjarskalega aukið í henni, hvert heldur það er illt eða gott.28
Sigurður hafði óskað eftir að lesa þessa bók nokkrum árum áður, og í
lok mars 1870 hefur hann orð á því að Benedikt sé nú búinn að hafa
bókina æði lengi í láni.29 Nokkrum vikum síðar sendir Sigurður bókina
Guldsøgerne eftir Gabriel Ferry (dulnefni Louis de Bellemare, 1809–
1852) til Benedikts, en hún kom út í Danmörku árið 1852. Sigurður
bætir því við að hann muni brátt fá bókina Den sorte Haand eftir Carl
Frederik Ridderstad (1807–1886). Félagarnir Sigurður, Sigfús og Bene-
dikt leyfðu einnig öðrum að lesa bækurnar. Í janúar 1870 segir Sigurður
í bréfi til Benedikts:
Hjermeð sendi eg þjer Romaninn hennar Þórunnar, en Moskilden sendi eg þjer
ekki í þetta sinn, jeg er að sönnu búinn að lesa hann, en Þórunni langar ósköp til
að lesa hann og þessvegna vogast eg til [að] halda honum frammyfir helgina.30
Moskilden var þýðing á sögunni Marcus Warland or The Long Moss
Spring eftir bandarísku skáldkonuna Caroline Lee Hentz (1800–1856) og
kom út í Danmörku árið 1856.31 Stundum kenndu félagarnir rómana við
ákveðna bæi, t.d. kölluðu þeir Familie von Halden eftir August Lafon-