Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Blaðsíða 98
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
98 TMM 2008 · 2
stjóra Listahátíðar undanfarin ár. Henni er óskað alls hins besta í þessu mikil-
væga starfi.
Leiklistin
Magnús Geir Þórðarson varð hlutskarpastur í kapphlaupinu um starf leikhús-
stjóra Leikfélags Reykjavíkur, og kom engum á óvart. Honum hefur gengið
ævintýralega vel að lokka gesti í leikhús á Akureyri undanfarin þrjú ár og skil-
ur þar gott bú eftir í höndum Maríu Sigurðardóttur leikara og leikstjóra sem
ráðin var eftirmaður hans. María stýrði aðalsýningu vetrarins, Fló á skinni,
sem hefur verið svo vinsæl fyrir norðan að Magnús ætlar að bjóða henni í nýja
húsið sitt í haust. Enda hefur hann þegar fastráðið þrjá leikara úr sýningunni
hjá LR.
Í viðtali í Viðskiptablaðinu (11.4. 2008) kemur fram að Magnús er hlynntur
ákveðinni verkaskiptingu milli stóru leikhúsanna í borginni þannig að klass-
íkin verði meira á ábyrgð Þjóðleikhússins, nútíminn frekar á sínu borði. „Í
Borgarleikhúsinu verður áhersla á kraftmiklar leiksýningar, ríkar að gæðum,
sem snerta stóran hóp áhorfenda,“ segir hann. „Það verður góð blanda af
aðgengilegri sýningum og ögrandi og áleitnum verkefnum. Sami metnaður á
að ríkja við sköpun allra þessara verka – krafan á gæði verður í forgrunni. Við
munum kappkosta að áleitnari sýningar nái meiri aðsókn en áður og snerti-
flötur þeirra við áhorfendur verði skýr.“ Þarna vísar hann líklega óbeint til
ummæla Benedikts Erlingssonar sem fann að því í viðtali í Lesbók Morgun-
blaðsins (30.6. 2007) að nýstárlegum sýningum væri ekki fylgt nógu vel eftir
hjá LR.
Magnús segist líka í viðtalinu vilja fjölga uppsetningum LR í Borgarleikhús-
inu, þótt áfram verði tekið við samstarfsverkefnum og gestasýningum. „Eigin
uppsetningar Leikfélagsins eiga að vera kjarninn,“ segir hann. Atvinnuleik-
hópar hafa átt greiðan aðgang að sviðum Borgarleikhússins undanfarin ár og
á það áreiðanlega stóran þátt í háum aðsóknartölum að sýningum þeirra. Sam-
kvæmt frétt frá Hagstofu Íslands í lok mars komu tæplega 440.000 manns á
leiksýningar leikhúsa, atvinnuhópa og áhugaleikhópa leikárið 2006–2007. Það
þýðir að hver Íslendingur hefur farið 1,4 sinnum í leikhús á árinu, sem er Evr-
ópumet. Aðsókn að sýningum atvinnuhópa slagar hátt upp í atvinnuleikhúsin,
þar munar aðeins tæplega 50 þúsund manns.
Af leiksýningum í sumar berast litlar fréttir þegar þetta er ritað. Þó er ljóst
að dansverk Ástrósar Gunnarsdóttur og Láru Stefánsdóttur, Systur, verður sýnt
í Iðnó eitthvað fram eftir sumri. Þetta er rússíbanaferð um hugaróra og veru-
leika tveggja kvenna þar sem leikið er á margskonar tilfinningar, losta, sektar-
kennd, trú, von, kærleika og sorg.