Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Blaðsíða 61
TMM 2008 · 2 61
F e r ð a r o l l a f r á M i ð j a r ð a r h a f s l ö n d u m
Uppistaðan í hreyfingunni voru millistéttarmenn og forystumenn
ákveðinna verkalýðshreyfinga. Hreyfingin beitti sér fyrir því sem hún
kallaði syndikalisma sem er ekki gott að skilgreina en byggðist á sam-
vinnu stjórnenda og verkamanna í fyrirtækjum og jafnvel sameign
þeirra á fyrirtækjunum. Síðan áttu fulltrúar fyrirtækjanna, bæði full-
trúar verkafólks og stjórnenda, að sitja á þingi, en þeir voru ekki kosnir
heldur tilnefndir. Falangistar voru í raun þeir einu af stjórnmálahreyf-
ingum sem stóðu að stjórn Francos sem höfðu einhverja stefnu í mál-
efnum verkalýðsins á Spáni. Verkafólkið sjálft var auðvitað áhrifalítið á
Spáni um þessar mundir en það var þó gert ráð fyrir því í hugmynda-
fræði falangista. Eins og aðrir af sama sauðahúsi voru falangistar
ofstækisfullir og frömdu margháttuð illvirki þannig að ekki er nein
ástæða til að hæla þeim, þó höfðu þeir einhverja pólitíska sýn sem er
meira en hægt var að segja um ýmsa aðra hægriflokka á Spáni á þessum
árum.
Stofnandi Falangistahreyfingarinnar var Jose Antonio Primo de Rivera,
mikill sjarmör sem átti mestan þátt í uppgangi Falangistahreyfingarinnar.
Hann var handtekinn af lýðveldissinnum í byrjun borgarastyrjaldarinnar
og tekinn af lífi nokkrum mánuðum síðar. Franco var aldrei hrifinn af
Jose Antonio, fannst hann ógna ímynd sinni og hélt nafni hans lítið á lofti
en Falangistar dýrkuðu hann. Þó hvíla þeir tveir einir í minnismerki um
borgarastyrjöldina sem Franco lét reisa í „Dal hinna föllnu“ (La Valle de
los Caidos) skammt frá Madrid. Ragnar og Jóhann Már sáu Franco einu
sinni við einhver hátíðahöld en ég sá hann aldrei. Ég sá hins vegar líf-
vörð hans sem var mjög tignarlegur, skrúðklætt riddaralið á svörtum og
hvítum hestum með alvæpni, spjót og sverð.
Erlendir ríkisborgarar í spænskunámi sóttu tíma í byggingu hugvís-
indadeildarinnar, Facultad de Filosofía y Letras. Við útlendingarnir
vorum alveg sér og kynntumst mest innbyrðis sem var náttúrlega ekki
gott því þá fékk maður ekki næga þjálfun í málinu. Spænska stúdenta
hittum við því ekki á háskólasvæðinu sjálfu heldur á börum í nágrenn-
inu, utan skólatíma. Við sóttum tíma fyrri hluta dags en seinni partinn
höfðum við góðan tíma til að skoða okkur um og kynnast borgarlífinu.
Eitt af því sem mér er minnisstæðast er hið gríðarstóra Pradosafn með
verkum allra helstu málara Spánar, svo sem Velazques, Goya og El
Greco. Þar eyddi ég mörgum dögum og mér er minnisstætt að sjá fjölda
ungra myndlistarmanna sem voru að mála eftirlíkingar af verkum
gömlu meistaranna, sennilega til að þjálfa sig í klassískri litameðferð.
Við fórum sjaldan í kvikmyndahús og aðeins man ég eftir einni leikhús-
ferð, enda ríkti ströng ritskoðun bæði í listum og bókmenntum.