Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Blaðsíða 130
B ó k m e n n t i r
130 TMM 2008 · 2
Ármann Jakobsson
Einar Már og auðhyggjurétt-
trúnaðurinn
Einar Már Jónsson: Bréf til Maríu frá Einari Má Jónssyni. Ormstunga 2007.
Bréf Einars Más Jónssonar til Maríu er ótvírætt ein af merkari bókum ársins
2007. Hún vakti enda bæði athygli og umræðu og sigldi að því leyti í kjölfar
Draumalandsins árið áður. Velgengni þessara bóka beggja er að mínu viti skýr
vitnisburður um að til er býsna stór hópur Íslendinga sem þyrstir í vitræna og
ögrandi umræðu, þó að stundum fari lítið fyrir henni í áhrifamestu fjölmiðl-
um. Báðar bækurnar tóku líka margt til umfjöllunar sem þrátt fyrir fyrirferð-
armikla umræðu hafði í raun og sanni verið lítið krufið, vegna þess að á Íslandi
fer lítil vönduð og gagnrýnin umræða fram og síst af öllu um það sem er talið
vera stjórnmál. Sjálfsagt hefur ekki hjálpað til að margt víðsýnt og menntað
fólk flúði stjórnmálaumræðuna og fjölmiðlana á seinasta áratug 10. aldar,
þegar „endalok sögunnar“ var orð dagsins. Rithöfundar tóku þá að keppast við
að sverja af sér allar skoðanir og um hríð stefndi í að menning og stjórnmál
yrðu fullkomlega klofin í sundur. Tískuheimspekingur þessa áratugar var
Fukuyama sem sagði okkur að átökin um framtíðina væru horfin og ekki yrði
lengur deilt um grundvallarmál. Nú gefum við bara út bækur og erum hætt í
pólitík, sögðu forleggjarar. Blöðin urðu vígvöllur uppgjafarstúdenta og tvítugs
fólks en fréttaskýringar hurfu úr ljósvakamiðlunum og í staðinn kom íslenska
útgáfan af bandarísku tilfinningaklámi: tveir menn gæta þess að tala ekki af
sér um pólitík í fimm mínútur og síðan er fjallað um einhvern sem berst
hetjulegri baráttu við erfiðan sjúkdóm. Það er lítið hugsað upphátt um sam-
félagið í fjölmiðlum þessa dagana og eflaust er það þess vegna sem Bréf til
Maríu seldist vel og vakti talsverða athygli, þó að höfundurinn sé engin popp-
stjarna og sjáist sjaldan í sjónvarpi. Og þrátt fyrir að bókin sé ekki auðtekin;
hún er bæði löng og víðfeðm og byggð upp á skemmtilega lausbeislaðan hátt.
Bréf til Maríu er ákveðið uppgjör við tíðaranda sem vel mætti kalla fasískan,
en það er bara uppnefni þannig að best er að skýra betur við hvað er átt. Hér á
ég við tíðaranda sem er einsýnn og einkennist af miklum fjölda viðtekinna
skoðana sem ekki eru þó kallaðar skoðanir heldur settar á svið sem náttúru-
lögmál og algildur sannleikur. Hinn einsýni tíðarandi trúir ekki á aðra framtíð
en þá sem er áframhald af nýliðinni fortíð: með síminnkandi velferð, síminnk-
andi ríkisumsvifum, sívaxandi völdum auðmagnsins og sívaxandi misrétti og
stéttaskiptingu í samfélaginu. Nútíminn og framtíðin felast í einkarekstri
skóla, sjúkrahúsa og menningarstofnana, jafnvel lögreglu og hers. Nútíminn
og framtíðin felast í sömu skattprósentu fyrir alla og með tíð og tíma verður