Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Blaðsíða 100
100 TMM 2008 · 2
My n d l i s t
Margrét Elísabet Ólafsdóttir
Listin í heimspeki Henri Bergson
Streymið – La durée er yfirskrift sýningar sem opnuð var í Listasafni Íslands í
lok febrúar og markaði upphafið að fyrsta sýningarári Halldórs Björns Run-
ólfssonar sem forstöðumanns safnsins. Nýjabrumið í sýningarstefnu Halldórs
felst í því að stefna saman á einni og sömu sýningunni verkum innlendra og
erlendra samtímalistamanna, það er vissulega tilbreyting frá þeirri venju að
gera skýran greinarmun á íslenskri og erlendri list. Annað sem ekki er yfirlýst
stefna heldur athyglisvert er að sýningunni er ekki ætlað að gleypa allt í einu
heldur látið nægja að velja verk eftir þrjá listamenn.
Íslensku myndlistarmennirnir Gabríela Friðriksdóttir og Guðný Rósa Ingi-
marsdóttir fá til umráða hvor sinn sýningarsalinn á annarri hæð safnsins, en
verk hinnar svissnesku Emmanuelle Antille eru í báðum sölum á jarðhæð. Í
fljótu bragði virðist um þrjár fremur ólíkar listakonur að ræða og ekki ljóst
hvers vegna þær hafa verið valdar saman. Emmanuelle sýnir raunsæisleg
myndbönd og ljósmyndir af átökum ungs fólks á jaðri samfélagsins, Guðný
Rósa sýnir óhlutbundnar fínlegar vatnslitamyndir, samklipp, texta og hljóð-
verk en Gabríela hlutbundna, gróteska skúlptúra, teikningar, málverk og
myndbönd. Viðfangsefni þeirra og efnistök eru ólík og því ástæða til að spyrja
hvort þær eigi annað sameiginlegt en aldurinn og að hafa búið og starfað í Nið-
urlöndum.
Líðandin
Titli sýningarinnar, Streymið – La durée, er væntanlega ætlað að gefa vísbend-
ingu um í hvaða samhengi verkin eiga að skoðast þótt ekki sé víst að hann sé
til þess fallinn að hjálpa öðrum sýningargestum en þeim er kannast við heim-
speki Henri Bergson. Bækur hans hafa ekki verið þýddar á íslensku ef frá er
talinn kafli úr Hlátrinum sem birtist í Skírni árið 1906 („Um listir“, bls. 237,
Guðmundur Finnbogason þýddi). Tvítyngi titilsins vekur spurningar um hvort
sýningarstjórinn treysti ekki þýðingunni á franska orðinu „la durée“ – sem þó
hefur varla meiri merkingu í huga flestra Íslendinga en „streymið“. Hugs-
anlega er frönskunni ætlað að sýna hinum erlenda gesti sýningarinnar kurteisi
en Emmanuelle Antille kemur frá frönskumælandi hluta Sviss. Þá er Guðný
Rósa búsett í frönskumælandi hluta Belgíu þar sem Gabríela bjó einnig um