Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Blaðsíða 56
56 TMM 2008 · 2
M a g n ú s K a r l P é t u r s s o n
Styrkirnir voru hæstir fyrstu árin en fóru svo lækkandi til að ýta á
eftir mönnum við námið.
Til að komast til Spánar þurfti vegabréfsáritun. Því leituðum við til
Magnúsar Víglundssonar stórkaupmanns sem var ræðismaður Spánar á
Íslandi. Hann tók okkur vel og útvegaði snarlega vísa sem var gefið út
11. okt. 1955. Samkvæmt árituninni máttum við fara til og frá Spáni
þrisvar sinnum næstu 90 daga en síðan varð að endurnýja áritunina
reglulega í Madrid. Áritunin var sem sé líka nauðsynleg til að komast úr
landi. Magnús ræddi talsvert við okkur og lagði okkur lífsreglurnar.
Einkum lagði hann ríka áherslu á að við skyldum ekki skipta okkur af
pólitík eða neinum spænskum innanríkismálum.
Við héldum af stað klukkan sjö að kvöldi 15. október 1955 með Gull-
fossi. Eins og kunnugt er voru siglingarnar með Gullfossi miklar gleði-
ferðir og margar frægar persónur komu þar við sögu. Meðal samferða-
manna okkar voru Leifur Þórarinsson tónskáld, Bjarni heitinn Bein-
teinsson lögfræðingur, Kristmundur Breiðfjörð myndlistarmaður og
síðar skólastjóri á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp, faðir Steingríms Eyfjörð
listmálara, og María Sigurðardóttir, síðar eiginkona Sigurjóns Rist og
móðir Rannveigar álversforstjóra, en hún er nú nýlátin. Við vorum allir
sjóveikir en reyndum þó að skemmta okkur eins og heilsan leyfði. Tals-
vert var drukkið um borð og Fransmaður einn sem lenti í klefa með
verstu fyllibyttunum kvartaði sárlega undan þeim. Við félagarnir, og
reyndar flestir sem við þekktum, vorum á öðru farrými.
Á leiðinni veiktist Jóhann af tannpínu. Þetta sama haust gekk hér
mænuveikifaraldur, sá síðasti af því tagi, og þar sem veiran er talin vera
í munnholi manna þótti ekki þorandi að rótarbora framtennur Jóhanns.
Þess vegna var ekki gert við tennur hans að fullu áður en hann lagði af
stað í ferðina. Hann var mjög kvalinn og varð að gefa honum sterkar
sprautur til að deyfa verkina, líklega morfín.
Við komum til Edinborgar þriðjudaginn 18. október snemma morg-
uns. Það fyrsta sem ég sá þegar ég vaknaði voru bryggjustólparnir
fyrir utan kýraugað og ég fékk strax þá tilfinningu að þetta væri annar
og ólíkur heimur en ég hafði áður kynnst. Við drifum okkur strax á
sjúkrahús með Jóhann vegna tannpínunnar og fengum þar þann
úrskurð að ekkert væri hægt að gera nema draga tvær framtennur úr
honum. En þá kom babb í bátinn. Jóhann var nefnilega ekki orðinn
sjálfráða og Skotarnir vildu ekki draga úr honum tennurnar fyrr en
við félagarnir og Jóhann höfðum undirritað einhver plögg. Eftir að
tennurnar höfðu verið dregnar úr létti tannpínunni. Við fengum
okkur síðan göngutúr um borgina. Allt sem ég sá var afskaplega fram-