Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Blaðsíða 55
TMM 2008 · 2 55
Ferðarolla frá
Miðjarðarhafslöndum
Magnús Karl Pétursson læknir segir frá
„Þegar ég kom fyrir húshornið blasti við stór blóðpollur nokkru neðar í
götunni. Kringum hann stóð hópur falangista í bláum einkennisskyrtum
hreyfingarinnar. Hvað var á seyði? Eins og oft vill verða á slíkum stundum
áttaði ég mig ekki á mikilvægi þessa atburðar.“
Það er Magnús Karl Pétursson læknir og fyrrum hjartasérfræðingur á
Landsspítala sem hefur orðið. Hann og tveir skólafélagar hans fóru í
mikla ævintýrareisu veturinn 1955–1956 að loknu stúdentsprófi. Leið
þeirra lá meðal annars um Spán, NorðurAfríku og Júgóslavíu, slóðir sem
fáir Íslendingar höfðu ferðast um fram að því. Hann fær nú orðið.
Segja má að þetta hafi allt saman byrjað veturinn 1954 til 1955. Stúd-
entsprófin nálguðust og að því búnu lá beint fyrir að fara í eitthvert
langskólanám. En unga menn þyrstir í ferðalög og ævintýri. Þó fátítt
væri að fólk færi í skemmtireisur til útlanda á þessum árum ræddum
við félagarnir Ragnar Aðalsteinsson, nú lögfræðingur, Jóhann Már
Maríusson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, og ég það
gjarnan okkar á milli að lítið vit væri í að fara í langskólanám án þess
að hafa séð eitthvað af heiminum áður. Þeir Jóhann og Ragnar voru að
vísu sigldir, Jóhann hafði farið á skátamót í París og Ragnar hafði
verið á togara við Grænland og komið þar í land, en ég var óttalegur
heimalningur. Um veturinn fréttum við af tveimur Íslendingum sem
dvöldu þá á Spáni. Þetta voru þeir Kristinn Sigurjónsson, nú lögfræð-
ingur, og Þórir Helgason heitinn sem þá var einna þekktastur fyrir
afrek sín í skák. Við höfðum fregnir af ævintýrum þeirra á Spáni og
það land var nógu fjarlægt til að vera sveipað ævintýraljóma. Margir
nýstúdentar fóru í eitt ár til nálægra landa, einkum til að komast niður
í tungumálinu, en dvöl á Spáni var nýlunda. Það sem gerði þetta
ferðalag mögulegt var námsstyrkurinn frá Menntamálaráðuneytinu.