Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Blaðsíða 75
TMM 2008 · 2 75
D e i l u r u m l e s t u r r ó m a n a
Magnús Stephensen, síðar landshöfðingi (1836–1917), sem þá var á
nítjánda aldursári taldi að notin fælust einkum í því að í skemmtisög-
unum mætti lesa um einstaklinga sem væru hugprúðir og dyggðugir,
þjóðir sem sköruðu fram úr öðrum hvað framfarir varðar og gullald-
artímabil þeirra. Lesendur gætu tekið sér þessi umfjöllunarefni til fyr-
irmyndar og þannig leiddu rómanar til góðs. Hafa bæri þó í huga að í
þessum ritum væri einnig að finna lýsingar á mönnum sem lifðu ein-
ungis til að fullnægja girndum sínum. Þessar sögur gætu því aðeins
komið að notum ef lesandinn hefði þroska til að meðhöndla efni slíkra
rita. Magnús bætti svo við:
Það illa, er getur leitt af lestri skemmtisagna, er það, að menn eyða of miklum
tíma til þess, að lesa þær, því að fyrir fæstum er svo ástatt, að þeir hafi eigi eitthvað
annað, er þeim er nær að gjöra, en lesa skemmtisögur. Þær geta og haft skaðvæn
áhrif á menn, því að þeir geta sett fyrir sig ýmsa viðburði er koma fyrir í skemmti-
sögunum, þýtt sumt upp á sig, og af öllu þessu geta þeir ef til vill sturlazt. Þær geta
og vakið illar fýstir hjá mönnum, er annars hefðu eigi vaknað, hefðu menn eigi
heyrt þeim lýst og heyrt talað um þær hjá öðrum.11
Stefán S. Stephensen, síðar prestur í Grímsnesi (1832–1922), sagði í rit-
gerð sinni að rómanar væru tilbúnar sögur sem ættu að sýna hvernig
lífið væri og hvernig fólk hagaði sér í ýmsum myndum. Það væri kostur
því að „fæstir eru þess um komnir, að afla sjer eins góðrar þekkingar á
þessu með eigin reynzlu.“ Stefán sagði jafnframt að rómanar sýndu það
góða og illa í heiminum með ljósari hætti en komi venjulega fram í
daglega lífinu, en bætir svo við:
Fæstar skemmtisögur eru svo, að ekki sjeu þær meira eða minna skreyttar og frá
brugðnar því eðlilega; menn mega því ekki taka þær eins og heilagan sannleika,
menn verða að hafa vit á, að vinsa úr það nýtilega; því ef menn ekki geta það,
verður það manni til ills að lesa þær; því þá gefa þær manni of fagrar og góðar
hugmyndir um lífið, og geta þannig leitt mann á ýmsa afvegu; þær geta truflað
sjónir manns á því eðlilega og þannig gefið hugsunum manns og lífi óeðlilega og
ranga stefnu.12
Eiríkur Magnússon, síðar bókavörður í Cambridge (1833–1913) sagði að
rómanar gæfu oft innsýn í hverfulleika lífsins, gæfu til kynna hve
gæðum lífsins væri stundum misskipt og hamingjan hvikul. Þá bæri að
varast nokkur atriði við lestur þessara rita:
Fyrst er það, að margir verða svo sólgnir í að lesa þau, að þeir vanrækja við það
skylduverk sín; illt er það líka þegar ímyndunaraflið fer í gönur, sem ber við hjá