Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Blaðsíða 8
8 TMM 2008 · 2
A ð a l b j ö r g B r a g a d ó t t i r
eyensis sem er gömul ráðgáta, en bæði hún og Munksgaardútgáfa Flat-
eyjarbókar eru geymdar í Flatey.
Kjartani gengur hægt að upplýsa málið og til eyjarinnar kemur
Bryngeir nokkur, blaðasnápur fyrir reykvískan sorpsnepil, og hefur sér-
stakan áhuga á Kjartani sjálfum og lækninum á svæðinu, Jóhönnu. Ekki
fer vel fyrir Bryngeiri því hann finnst látinn í kirkjugarðinum með blóð-
örn á bakinu. Við þessi ósköp tekur málið kipp og tveir rannsóknarlög-
reglumenn úr Reykjavík koma og taka við rannsókninni. Í framhaldinu
kemur ýmislegt í ljós. Jóhanna læknir og Bryngeir þessi bjuggu saman í
þónokkur ár en í þeirri sambúð var Jóhanna beitt andlegu ofbeldi. Fyrir
þá sambúð hafði þáverandi unnusti Jóhönnu, Einar, lent í hræðilegu
slysi þegar hann fékk banvænt högg á hnakkann í misheppnaðri vígslu-
athöfn. Það var Kjartan sem felldi sverðið sem fór í hnakka Einars og var
sendur í fangelsi fyrir vikið.
Ekki höfðu þau Kjartan eða Jóhanna þó rist blóðörn á bak Bryngeirs
heldur Þormóður Krákur, furðufugl svæðisins. Nóttina sem Bryngeir
lést áttu hann og Þormóður sérkennilegt samtal um Flateyjarbók sem
leiddi til þess að Þormóður framkvæmir verknaðinn á Bryngeiri, en að
þessu verður betur vikið síðar. Ekki má gleyma Gaston Lund sem var
upphaf allra þessara uppljóstrana. Í ljós kemur að Bryngeir var í raun
launsonur danska prófessorsins. Dauði Gastons var slysalegt atvik.
Hann missti af póstbátnum og neyddi Jón Ferdinand, elliæran eyj-
arskeggja, til að ferja sig til Stykkishólms. Jón Ferdinand fór óvart með
hann í Ketilsey og skildi hann eftir þar og þar varð hann úti.
Í forgrunni Flateyjargátu eru þannig tvö mál rannsökuð, þ.e. lát feðg-
anna Gastons Lunds og Bryngeirs. Þau eru rannsökuð sem morðmál þó
að dauði beggja væru hræðileg slys. Dauði Gastons er einstaklega sorg-
legur þar sem slys af völdum gleymsku og annarra hrörnunarsjúkdóma
gerast reglulega og á lesandinn auðvelt með að samsama sig aðstæðum
og finna til með persónunum. Öðru máli gegnir með dauða Bryngeirs.
Persóna hans er svo neikvæð í allri bókinni að nánast er eins og rétt-
lætið hafi náð fram að ganga þegar hann finnst afmyndaður í kirkju-
garðinum. Alla söguna er Bryngeir sýndur sem eigingjarn og siðlaus
óþokki. Hann er einn á ferð þegar hann í ölæði stígur á hálfónýtt lok á
brunni Þormóðs Kráks með þeim afleiðingum að hann dettur ofan í og
drukknar. Þar finnur Þormóður hann.
Þormóður Krákur hafði átt skelfilega æsku, alist upp hjá drykkfelld-
um bónda og aldrei farið úr Flatey eftir leiðindaatvik á barnsaldri. Hann
er skyggn, sér bæði álfa og huldufólk og er berdreyminn. Áður en
Bryngeir drukknaði hafði hann ráðið draum Þormóðs Kráks, sem