Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Blaðsíða 108
108 TMM 2008 · 2
L e i k l i s t
Þ. Sunneva Elfarsdóttir
Act Alone
Eina árlega leiklistarhátíð Íslands.
Nú í sumar mun leiklistar- eða öllu heldur einleikjahátíð Kómedíuleikhússins,
Act Alone, fara fram fimmta árið í röð. Hátíð þessi er haldin á Ísafirði dagana
2. – 6. júlí og líkt og áður er aðgangur að öllum viðburðum hennar frír. Í upp-
hafi kallaðist hátíðin Leikur einn en þar sem hátíðin er fjölþjóðleg hefur hún
fengið nafnið Act Alone.
Hátíðin býður nú gestum sínum upp á fjölbreyttustu dagskrána til þessa. Þar
verða um 20 leiksýningar, bæði innlendar og erlendar, einleikir í svo fjöl-
breyttu formi að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi; einnig verða haldin
námskeið og fyrirlestrar. Að þessu sinni verður Sigurður Skúlason leikari með
framsagnarnámskeið og Benóný Ægisson heldur fyrirlestur sem ber heitið Að
reka eins manns leikhús.
Eitt áhugaverðasta verkið að þessu sinni kemur frá Rússlandi. Þar hafa leik-
konan Oxana Svoyskaya og leikstjórinn Vadim Maximov tekið fyrir hið forna
kvæði Völuspá og gert úr því einleik. Frá Búlgaríu kemur fjörleg fjölskyldu- og
verðlaunasýning sem nefnist Chick with a Trick sem Desislava Mincheva flytur,
og tékkneski leikhópurinn Krepsko kemur með verkið Fragile sem fær áhorf-
endur til að velta fyrir sér ýmsum heimspekilegum spurningum.
Meðal íslenskra sýninga má nefna Aðventu í flutningi Möguleikhússins, hún
er byggð á samnefndu verki Gunnars Gunnarssonar, og leikinn Álfar, tröll og
ósköpin öll sem er fluttur af Sigurði Atlasyni, galdrameistara af Ströndum.
Benóný Ægisson býður að þessu sinni upp á einleikinn Kinkí, skemmtikraftur
að sunnan. Stoppleikhópurinn kemur nú í þriðja sinn með fjölskylduleikinn
Eldfærin, en flestir þekkja þá sígildu sögu danska skáldsins H.C. Andersen.
Á Act Alone 2008 verða ýmsar nýjungar, því auk leikinna einleikja verða
sýndir einleikir í formi dans- og tónlistar. Bæði munu danshópurinn Pars Pro
Toto og Ísfirðingurinn Saga Sigurðardóttir bjóða upp á einleikin dansverk. Um
tónlistina sér Þröstur Jóhannesson og hann heldur líka eins manns tónleika.
Einnig má nefna myndlistarsýninguna Vestfirskir einfarar þar sem verk lista-
hjónanna Gunnars Guðmundssonar og Guðmundu Jónu Jónsdóttur frá Hofi í
Dýrafirði verða til sýnis. Loks verður útvarpseinleikur fluttur í samstarfi við
Útvarpsleikhúsið.
Kómedíuleikhúsið verður með fjögur verk að þessu sinni. Tvö eru með öðru
sniði en vant er á hátíðinni því þetta eru eiginlega tvíleikir, báðir helgaðir
íslenskum skáldum. Ég bið að heilsa er tileinkaður Jónasi Hallgrímssyni en sá
seinni, Steinöld, er tileinkaður Steini Steinari í tilefni af aldarafmæli hans.
Þessir tvíleikir eru byggðir eins upp: Elfar Logi Hannesson flytur ljóð skáldana