Orð og tunga - 01.06.2016, Blaðsíða 11
Orð og tunga 18 (2016), 1–41. © Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum
fræðum, Reykjavík.
Þorsteinn G. Indriðason
Á mörkum afleiðslu og
samsetningar?
Um orðlíka seinni liði í íslensku
1 Inngangur
Í íslensku er venjan að greina á milli sjálfstæðra orða og viðskeyta af
ýmsu tagi.1 Oftast gengur sú aðgreining ágætlega en svo er líka tölu-
verður fjöldi bundinna seinni liða í samsetningum sem líta má á sem
millistig milli sjálfstæðra orða og viðskeyta, sbr. liðina í (1):2
(1) a. -auki, -beri, -fari, -hafi, -sali, -sinni, -þegi
b. -brigði, -býli, -gresi, -grýti, -lendi, -menni, -stirni
c. -auðgi, -fýsi, -girni, -heldni, -rækni, -sögli
1 Þessi grein er að stofni til fyrirlestur sem ég fl utt i á 29. Rask-ráðstefnunni í janúar
2015. Ég þakka áheyrendum þar góðar ábendingar. Sömuleiðis vil ég þakka
ónefnd um ritrýnum og ritstjóra Orðs og tungu ítarlegan yfi rlestur og góðar tillögur
til úrbóta sem hafa gert sitt til þess að bæta greinina. Allt sem missagt kann að vera
skrif ast þó á minn reikning.
2 Hjá Kristínu Bjarnadóttur (2005:49) kemur fram að samsetningarliðir séu frjálsir
liðir sem beri merkingu en að aðskeyti séu bundnir liðir sem hafi málfræðilegt hlut-
verk. Því er rökrétt að kalla liðina í (1) millistig milli sjálfstæðra orða og viðskeyta:
Þeir eru bundnir eins og viðskeyti en hafa í sér merkingu eins og um sjálfstæð orð
væri að ræða. Þeir gegna ekki málfræðilegu hlutverki í samsetningunni og geta af
þeim sökum vart verið kerfisvæddir.
tunga_18.indb 1 11.3.2016 14:41:07