Orð og tunga - 01.06.2016, Page 26

Orð og tunga - 01.06.2016, Page 26
16 Orð og tunga 3.2 Flokkun Keneseis (2007) Kenesei (2007) reynir að finna leiðir til þess að skilja á milli orða, orðlíkra liða og aðskeytislíkja. Til þess notar hann ýmis próf sem nánar verður vikið að í 4. kafla. Í þessum undirkafla er hins vegar ætlunin að fjalla um flokkun hans á orðum og bundnum liðum og rök hans fyrir þeirri flokkun. Kenesei (2007) byrjar á að flokka orð og bundna liði eftir því hvort um er að ræða orðaplan eða liðaplan. Á orðaplani eru sjálfstæð orð (e. autonomous words) á borð við hús og bíll en þar er einnig að finna ósjálfstæð orð (e. dependent words), þ.e. orð sem verða að standa með öðrum orðum. Það geta verið forsetningar, sagnaragnir, viðhengi (e. clitics) og t.d. viðskeyttur greinir.21 Liðirnir á liðaplani eru bundnir. Kenesei (2007) skiptir þeim nið- ur í flokka. Fyrstan nefnir hann flokkinn hálforð (e. semi words), svo aðskeytislíki. Í hálforðum er ekki hægt að finna nein merki um kerfis- væðingu og eru þau einu stigi nær sjálfstæðum orðum en aðskeytis líki. Loks nefnir Kenesei (2007) hefðbundin aðskeyti. Kenesei reynir með prófunum sínum að komast að því hverjir þessara flokka bundinna liða hafi sterk orðleg einkenni og hverjir ekki. Í því skyni notast hann við ýmis brottföll úr hliðskipuðum samsetningum (e. coordination reduction) sem nánar verður vikið að í 4. kafla. Niður staða hans er sú að skilja verði á milli sjálfstæðra orða, hálforða, að skeytislíkja og aðskeyta. 3.3 Núllafleiddir karlkynsliðir Ýmislegt er athyglisvert í byggingu orðlíkra seinni liða. Hvorugkyns- og kvenkynsliðirnir eru tvíkvæðir, myndaðir af sjálfstæðum orðum með viðskeytinu -i, sbr. -byri, -býli, -grýti, -hveli, -menni og -mæli sem mynda hvorugkynsorð og svo -girni, -hyggni, -hygli og -sögli sem mynda kvenkynsorð. Þeir liðir, sem mynda karlkynsorð, eru líka tví- kvæð ir, leiddir fram með núllafleiðslu en í stað viðskeytis er um að ræða beygingarendinguna -i eins og sýnt er í Töflu 6:22 21 Viðhengi eru orð sem hengd eru utan á önnur í samfelldu tali. Spencer (1991:390– 391) segir nánar um viðhengi að þau séu „words which happen to be phonologically dependent on a host. Thus, they are elements which have the syntactic properties of the words, but the phonological properties of affi xes.“ 22 Fleiri dæmi eru til um núllafl eiðslu í íslensku en misjafnt virðist hver stefna afl eiðslunnar er, þ.e. hvort nafnorðið er leitt af sögn eða sögnin leidd af nafnorðinu. Oft virðist nafnorðið leitt af sögn, sbr. þvæla (so.) – þvæla (no.), en í öðrum tilvikum virðist sögnin leidd af nafnorðinu, sbr. perla (no.) – perla (so.), leir (no.) – leira (so.), tunga_18.indb 16 11.3.2016 14:41:09
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.