Orð og tunga - 01.06.2016, Blaðsíða 21
Þorsteinn G. Indriðason: Á mörkum afleiðslu og samsetningar? 11
(10) höfuð(no.)-lítill, hvít(lo.)-skeggjaður, hreyfi(so.)-haml-
aður, sér(fn.)-vitur, nær(ao.)-göngull, ein(to.)-fættur,
eftir(fs.)-lýstur
Í sagnasamsetningum er seinni liðurinn sögn en fyrri liðurinn getur
verið nafnorð, lýsingarorð, sögn, fornafn, atviksorð, töluorð og for-
setning eins og í hinum tegundunum sem nefndar voru hér á undan:
(11) tilrauna(no.)-kenna, fljót(lo.)-afgreiða, bull(so.)-sjóða,
sér(fn.)-merkja, endur(ao.)-greiða, tví(to.)-panta, til(fs.)-
kynna
2.4 Um mörk afleiðslu og samsetningar
Eins og við sáum í umfjölluninni hér á undan er í íslensku töluvert
um orðlíka seinni liði sem hugsanlega má staðsetja í rýminu á milli
afleiðslu og samsetningar. Nánar verður fjallað um þessa liði í 3. og
4. kafla hér á eftir. Enn fremur verður nánar fjallað um einstakar hug-
myndir ýmissa fræðimanna um mörk afleiðslu og samsetningar í
4. kafla og orðlíkir seinni liðir í íslensku sérstaklega skoðaðir í ljósi
þeirra hugmynda. Í þessum undirkafla er hins vegar ætlunin að
fjalla meira almennt um þessi mörk og hvernig hægt er að komast að
þeirri niðurstöðu að viðkomandi liður sé hvorki aðskeyti né sjálfstætt
orð. Til nánari skýringar og umræðu verður notast við dæmi um
áhersluforliði í íslensku. Er það einkum gert vegna þess að þar má
greina ákveðna þróun frá sjálfstæðum orðum yfir til forliða með mál-
fræðilegt hlutverk.
Töluvert hefur verið skrifað um mörk afleiðslu og samsetningar
í ýmsum tungumálum og má þar nefna Skommer (1993), Dalton-
Puffer og Plag (2000), Bauer (2005), Ascoop og Leuschner (2006),
Kenesei (2007), Arcodia (2012) og Meibauer (2013) svo að einhverjir
séu nefndir. Í íslensku hefur hins vegar verið fremur lítið rætt um
þetta ef frá er talið það sem kemur fram í kandídatsritgerð Sigrúnar
Þorgeirsdóttur (1986) og í meistaraprófsritgerð Kristínar Bjarnadóttur
(2005).
Flest ofangreind skrif eiga það sameiginlegt að taka til umfjöllunar
bundna orðliði sem virðast hvorki falla undir skilgreiningu á að skeyt-
um né sjálfstæðum orðum og þess vegna hafa menn gert ráð fyrir því
að á milli afleiðslu og samsetningar sé að finna ákveðið svæði sem
rúmi alla þessa liði. Enn fremur hefur umræðan mikið til snúist um
tunga_18.indb 11 11.3.2016 14:41:08