Orð og tunga - 01.06.2016, Blaðsíða 58
48 Orð og tunga
Það er eðli handbóka um tungumálið að vera íhaldssamar, vera
til fyrirmyndar í mállegu tilliti, jafnvel úrskurðaraðilar um það sem
telst rétt mál eða rangt, gott eða vont.10 Hvort 17. og 18. aldar rit
náðu þeirri stöðu er hins vegar meira vafamál. Rit Runólfs Jónssonar
er hins vegar málfræðibók eins og komið hefur fram. Í orðabók
Guðmundar Andréssonar (1999:105), sem er litlu yngri en málfræði
Runólfs, og Jóns Árnasonar (1994:367; bókin er frá 1738) kemur það
aðeins fram að sögnin er veikbeygð í fyrstu persónu í nútíð eintölu. Í
18. aldar málfræði Jóns Magnússonar (1997) er sögnina ekki að fi nna.
Í tveimur sjálfsævisögum frá 17. og 18. öld er sögnin á hinn bóginn í
sterkri beygingu að nútíð undanskilinni. Hér er átt við Píslarsögu Jóns
Magnússonar frá miðri 17. öld11 og 18. aldar ævisögu eldklerksins Jóns
Steingrímssonar þar sem er eitt dæmi um sterka þátíðarbeygingu, sjá
einnig í neðanmálsgrein 9.
Af máli Valtýs Guðmundssonar (1922:125) má ráða að kvíða sé oft -
ast sterkbeygð. Hann segir jafnframt, og það vekur athygli, að veika
(þátíðar)beygingin sé lítið notuð og aðeins í talmáli. Það liggur í eðli
máls að ógjörningur er að færa sönnur á orð Valtýs um að kvíða hafi
getað verið veikbeygð í talmáli. Í ROH eru heimildir um veika þá tíð-
ar beygingu sem ná allt fram á 19. öld. Á vefnum timarit.is, sem nær
aft ur til loka 18. aldar, eru dæmi um hana örfá. Á Netinu má hins veg-
ar fi nna nokkurn fj ölda.12
(4) a. Jóhann kvaðst vera bjartsýnn á veturinn þrátt fyrir
snjóleysið og ekki kvíddi hann því að landsmótið færi
úrskeiðis af þeim sökum.
Dagur 1992, 19. tbl., bls. 5/timarit.is
b. Ég kvíddi nú mest fyrir Íslenskunni.
hugi.is/2003
10 Sjá t.d. skrif Kristjáns Árnasonar (2002:163) um svona efni. Þett a kallar hann skrán-
ingu sem er annar þátt urinn af fi mm í hugmynd Haugens um skipulega stöðlun
tungumáls.
11 Í Íslensku textasafni fann höfundur nokkur dæmi úr Píslarsögunni um kvíða, m.a. um
sterka beygingu í þátíð og lýsingarhætt i þátíðar. Þessi niðurstaða er at hyglisverð
í ljósi þess að í ROH er elsta dæmið um sterkbeygðan lýsingarhátt frá miðri 19.
öld. Hvernig á að skýra það er hins vegar ekki ljóst. Að því er varðar dæmin úr
Píslarsögunni er ekki ljóst hvort þett a eru öll dæmin um kvíða og þá hvort einhver
eru t.d. veikbeygð.
12 Dæmin af Netinu voru skoðuð síðast 24. júní 2013.
tunga_18.indb 48 11.3.2016 14:41:11