Orð og tunga - 01.06.2016, Blaðsíða 84
74 Orð og tunga
að tengslin við upprunalega merkingu rofna (t.d. at ráði ‘verulega’).
Það ætti þá líka að geta átt við forsetningarliði með þágufalli veikra
kvenkynsorða eins og at venju (Cl/V 694) þar sem ‘samkvæmt venju’
hefur fengið merkinguna ‘eins og vanalega’.
Í dæmunum að framan stýrir forsetningin nafnorði en í fornu máli
gat fs. at einnig stýrt þágufalli lýsingarorðs, sem þá var í hvorugkyni
eintölu, og sú er raunin enn. Freistandi er að túlka sum slík orða sam-
bönd þannig að nafnorð sé undanskilið, t.d. at mestu (leyti). Sumir for-
setningarliðirnir hafa tímamerkingu, t.d. at fornu, at nýju, og stundum
er um stefnu að marki að ræða, t.d. at þurru ‘þar til það er þurrt’. Orðin
at fullu ‘þar til það er fullt’ → ‘fyllilega’ sýna að stefnumerkingin getur
dofnað. Það á einnig við físl. at eilífu sem hefur í öndverðu merkt ‘í
áttina til eilífðar’, sbr. lat. ad infinitum ‘í það óendanlega’ þar sem fs.
ad stýrir þolfalli eintölu hvorugkyns af lo. infinitus ‘endalaus’ (OLD
900). Í öðrum tilvikum er tíma- eða stefnumerking ekki jafnskýr, t.d.
at sǫnnu ‘sannlega’ (Cl/V 514), at vísu ‘vissulega’ (Cl/V 718), at þarflausu
‘að nauðsynjalausu’ (Cl/V 730). Ef til vill nær túlkunin ‘þannig að það
er X’ að lýsa merkingu sumra orðasambandanna, t.d. at sǫnnu ‘þannig
að það er satt’, at jǫfnu ‘þannig að það er jafnt’ (Cl/V 320), eða ‘þótt það
sé X’, t.d. at þarflausu ‘þótt það sé þarflaust’.
Í þessu samhengi er einnig vert að nefna það hlutverk forsetn ing-
arinnar at að mynda hinn svokallaða dativus absolutus sem myndaður
var á sama hátt í gotnesku, fornensku og norrænu. Þá stýrir fs. at
þágu falli á lýsingarhætti og forsetningarliðurinn kemur í stað heill ar
tíðarsetningar, sjá dæmin með lýsingarhætti nútíðar í (13) og lýs ing-
ar hætti þátíðar í (14).
(13) a. Gotn. at urrinnandin sunnin ‘þegar sólin kom upp’
(Streitberg 2000a:223; Mk 16,2)
b. Físl. at þeim sofǫndum ‘þegar þeir sváfu’
(14) a. Gotn. at ustauhanaim þaim dagam ‘þegar dagarnir voru
liðnir’
(Streitberg 2000a:101; Lk 4,2)
b. Fe. æt þām gewordenan ǣfne ‘þegar kvöldið var komið’
(Toller [1921]:20)
c. Físl. at liðnum sex vikum ‘þegar sex vikur voru liðnar’
Þessi tegund forsetningarliða er ekki ósvipuð orðasamböndum þar
sem fs. at tekur með sér lýsingarorð. Það mætti t.d. setja merkingu
tunga_18.indb 74 11.3.2016 14:41:14