Orð og tunga - 01.06.2016, Blaðsíða 88
78 Orð og tunga
kæmi á óvart að enginn hefði túlkað orðasambandið at ósekju á þann
hátt sem hér er gert. Fornmálsorðabók Fritzners (1886–1896, 3:803)
skrá ir at úsekju undir lo. úsekr en gerir ekki grein fyrir orðmyndinni.
Í seðla safni orðabókar Árnanefndar á vefnum er no. *ósekja sýnt
stjörnu merkt í stafrófsröðinni en vísað á lo. ósekr þar sem dæmum um
orða sam bandið at ósekju er raðað innan um dæmi af lýsingarorðinu.
Rit stjórn ar vinnu í þessum hluta stafrófsins er ekki lokið en þessar
upp lýs ing ar benda til að menn ætli sér að skýra myndina ósekju sem
þgf.et.hk. af lo. ósekr.
Af framansögðu er ljóst að þágufallsmyndin ósekju var tvíræð.
Þágu falls endingin -u er bæði ending veikra kvenkynsnafnorða og
hvorug kyns eintölu lýsingarorða. Ekki þarf að koma á óvart að menn
geti túlkað slíkar myndir á ólíka vegu og hér á eftir verður tekið dæmi
af öðrum tvíræðum forsetningarlið.
4 Físl. með heilbrigðu
Í seðlasafni orðabókar Árnanefndar eru þrjú dæmi um forsetn ing ar-
liðinn með heilbrigðu í handritum frá 16. öld, sjá dæmi (19).
(19) a. þeir komu heim at hausti með heilbrigðu
(ONP; Gǫngu-Hrólfs saga, AM 152 fol., 2664
[um 1500–1525])
b. kom hann med heilbrigdv fram til Biorgvinar
(ONP; Annálar, AM 420 c 4°, 2938 [um 1575–
1600])
c. liet Ion byskup j haf oc tok Island med heilbrigdv
(ONP; Annálar, AM 420 c 4°, 29312 [um 1575–
1600])
Á grundvelli þessara dæma er nafnorðið heilbrigða skráð í vefútgáfu
orða bókarinnar. Það er þá talið í hópi veikra kvenkynsorða af flokki
ōn-stofna sem eru leidd af lýsingarorðum (t.d. lo. blíðr ⇒ no. blíða,
lo. dimmr ⇒ no. dimma). Þessi orðmyndunaraðferð átti í samkeppni
við mynd un kvenkynsorða sem enda á -i, veikra īn-stofna, með sama
merk ingarhlutverk (t.d. lo. glaðr ⇒ no. gleði). Þess eru jafnframt dæmi
að báðar gerðir nafnorða séu til af sama lýsingarorðinu (sbr. lo. bjartr
⇒ no. birti og birta, lo. blindr ⇒ no. blindi og blinda, sjá Ásgeir Blöndal
Magnússon 1989:57, 65). Af þessum sökum er ekki langsótt að sjá fyr-
tunga_18.indb 78 11.3.2016 14:41:14