Orð og tunga - 01.06.2016, Blaðsíða 55
Margrét Jónsdóttir: Veik sögn verður sterk 45
fi nna í „eldri“ dönsku eins og lesa má hjá Kalkar (1976:672). Í Nudansk
Ordbog (1982:538) er veika sögnin kvie, áður kvide (þ.e. eldri nýdanska
(1500–1700)), og sagt að í nútímamáli hafi merkingin komið úr norsku
í lok 19. aldar: han kviede sig ved (ɔ: havde ikke megen lyst til) at sige
sandheden. Í Norsk ordbok (2007:1450) er kvida/kvi. Fylgiorðin geta verið
for, med, mot, på og ved. Með aft urbeygða fornafninu geta fylgiorðin
með kvida seg verið for, med, på, til og ved. Í Riksmålsordboken (1977:395)
eru kvie seg for og kvie seg ved og í Nynorskordboka er kvi, kvide; kvi imot/
sig for. 3 Enda þótt kvida sé sögð veik eru dæmi um sterka beygingu í
mállýskum eins og lesa má hjá Venås (1967:31). Hjá honum (bls. 53)
kemur líka fram að sögnin sé þar í hópi með fj ölmörgum veikum
sögnum af sömu gerð sem eru til í sterkri beygingu að hluta til eða
öllu leyti. Hjá Hellquist (1948:535) má sjá að í sænsku er sögnin kvida,
í fornsænsku kviþa; hann segir jafnframt að vegna áhrifsbreytinga hafi
sögnin orðið sterk í nútímasænsku. Þrátt fyrir að merkingin sé ekki
alltaf nákvæmlega sú sama í íslensku og hinum norrænu málunum
snýst hún um tilfi nningalega reynslu eða skynjun enda telst sögnin
til skynjunarsagna.
Það er eft irtektarvert hve margt er á huldu um uppruna sagnar-
inn ar og hve upplýsingarnar um hana eru rýrar. Að baki kvíða er ekki
þekkt indóevrópsk sögn (sjá t.d. Mailhammer 2007:213). Hún er þó
ekki ein á ferð að mati Pokornys (1959:467) sem telur kvíða vera af
sömu rót og kveina og segir sagnirnar hljóðgervinga.4
3 Í færeysku, dönsku og norsku getur sögnin tekið með sér fylgiorð en líka aft ur-
beygt fornafn. Í íslensku hefur sambandið kvíða fyrir algjörlega leyst kvíða við af
hólmi. Í elsta máli var kvíða við nánast einhaft væri sögnin forsetningarsögn og
þannig var það fram um og yfir 1900; frá 16. öld við hlið kvíða fyrir sem er einhaft í
nútímamáli; hjá Cleasby og Vigfússon (1874:365) kemur einmitt fram að fyrir með
kvíða sé úr nútímamáli. Í elsta máli eru nokkur dæmi um kvíða með aft urbeygðu
fornafni, kvíða sér. Sú notkun er eingöngu bundin við það skeið. Hvernig kvíða
fyrir leysti kvíða við af hólmi er dæmi um að óhagkvæmt sé fyrir málið að hafa tvö
form sömu merkingar eða í sama hlutverki. Benda má á að kenningar Martinets
(1964:167‒168) um hagfræði málsins og lögmál hinnar minnstu áreynslu fjalla ein-
mitt um slíka óhagkvæmni. Það hvernig kvíða fyrir leysti kvíða við af hólmi minn ir
á tálmunarkenninguna (The Blocking Eff ect) að því er hagkvæmnina varðar, þ.e.
útkomuna. Grundvöllur tálmunarkenningarinnar byggist hins vegar á frjósemi.
Þannig yrði að gera ráð fyrir því að fyrir, sbr. kvíða fyrir, væri frjórri fylgiliður en við,
sbr. kvíða við. Engar vísbendingar eru hins vegar um það. Um tálmunarkenninguna
má lesa hjá Haspelmath (2002:266).
4 Ábending óþekkts yfi rlesara.
tunga_18.indb 45 11.3.2016 14:41:11