Orð og tunga - 01.06.2016, Blaðsíða 116
106 Orð og tunga
h. ‘forstofa’ (: dyrr kv./h. ft .), norr. út-fir-i h. ‘útfallsfjara, landræma
sem sjór fellur af við útfall’ (: fj ara kv.), fh þ. ubar-kniuw-i h. ‘það sem
er fyrir ofan kné: læri’ (: kneo, kniu h.) og gotn. faura-daur-i* h. ‘það
sem er fyrir dyrum: stræti’ (: daur h.; sbr. Casarett o 2004:137). Norr.
ørhœfi merkir svo ‘það sem liggur burt frá ræktuðu landi, óræktað
svæði: óbyggðir, eyðimörk’. Í gömlum heimildum birtist merkingin
‘óbyggðir, eyðimörk’ sjaldnar, sbr. þó:
(5) AM 221, fol. (um 1275–1300) – Jóns saga biskups A [kafli
44]: koma vm siðir til næsta bear ‹or› or ǽvi þessv (JBp.:52
65–66 [13–14]), sbr. lesháttinn í AM 234, fol. (um 1340)
or avræfvi.
Merkingin ‘hafnleysa, hafnlaus strönd’, sem er tíðari í forníslensku,
er þess vegna ekki upp runaleg.
3 Lokaorð
Hér hafa verið færð rök fyrir nýrri skýringu á uppruna orðsins norr.
ør(h)œfi, nísl. öræfi. Rökstutt var að orðið hafi í norrænu upphafl ega
táknað ‘svæði langt frá byggð: óbyggt, óræktað svæði’. Forskeytið ør-
hefi r neitandi merkingu en liðinn -(h)œfi má rekja saman við vestur-
germanskar orðmyndir sem merkja ‘ræktað land, byggð’. Úr frum-
germönsku *hōbō- þróaðist huoba ‘ræktað land, býli’ í fornháþýsku og
skyld orð svipaðrar merkingar þekkjast í fl eiri vesturgermönskum
málum.
Heimildir
AhdWb IV = Elisabeth Karg-Gasterstädt, Theodor Frings o.fl. 1986–2002.
Althochdeutsches Wörterbuch. IV: G–J. Berlín: Akademie Verlag.
Alexander Jóhannesson. 1956. Isländisches etymologisches Wörterbuch. Bern:
Francke.
Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Reykjavík: Orðabók
Háskólans.
Bloomfi eld, Leonard. 1937. Notes on Germanic Compounds. Í: Mélanges
linguistiques off erts à M. Holger Pedersen, bls. 303–307. Kaupmannahöfn:
Levin & Munksgaard.
Casarett o, Antje. 2004. Nominale Wortbildung der gotischen Sprache. Die Deriva-
tion der Substantive. Heidelberg: Winter.
tunga_18.indb 106 11.3.2016 14:41:17