Orð og tunga - 01.06.2016, Blaðsíða 23
Þorsteinn G. Indriðason: Á mörkum afleiðslu og samsetningar? 13
Eins og áður sagði er það eitt af megineinkennum aðskeytislíkja
að þau eru kerfisvædd afbrigði sjálfstæðra orða og þá þannig að að-
skeytislíkið og sjálfstæða orðið lifa hlið við hlið í nútímamálinu.
Kerfisvæðing snýst um það að sjálfstæð orð breytast í einingar
með málfræðilegt hlutverk. Hjá Hopper og Traugott (1993:2) má finna
ágæta skilgreiningu á kerfisvæðingu; „subset of linguistic changes
through which a lexical item becomes more grammatical“. Í þessu
felst að þau sjálfstæðu orð, sem verða fyrir kerfisvæðingu, fái tvenns
konar hlutverk, annars vegar sem sjálfstæð orð og hins vegar sem að-
skeyti.
Í rauninni má sjá tvö stig kerfisvæðingar: (a) sjálfstæða orðið hef-
ur breyst í aðskeyti og er í flestum tilvikum horfið úr málinu; (b)
sjálfstæða orðið og aðskeytið lifa hlið við hlið í málinu en gegna ólík-
um hlutverkum.
Fyrra atriðið á vel við viðskeyti sem voru sjálfstæð á frumnorræn-
um tíma, sbr. Iversen (1973:162–164), þ.e. -leg, -sam, -lát, -ind og -skap, en
seinna atriðið á t.d. við orðapör eins og hæstaréttardómur – vesaldómur
og viðtengingarháttur – aulaháttur þar sem viðskeytin -dómur og -háttur
hafa lifað við hlið sjálfstæðu orðanna dómur og háttur (sjá Þorstein
G. Indriðason 2006:98–99). Bundnu liðirnir -dómur og -háttur uppfylla
því a.m.k. þetta skilyrði viðskeytislíkja. Svo að aftur sé tekið dæmi um
áherslu forliði þá er í (12) greinilegur munur á hlutverki forliðanna
þeg ar þeir eru sjálfstæð orð eins og í (12a) og þar sem þeir hafa fengið
mál fræði legt hlutverk (áhersluforliðir), sbr. (12b):
(12) a. eitur-efni, bál-köstur, blóð-rannsókn, stál-vinnsla
b. eitur-ruglaður, bál-reiður, blóð-latur, stál-heiðarlegur
Áhersluforliðirnir geta verið rætur og stofnar en þeir geta einnig stað-
ið í eignarfalli eins og sjálfstæð orð, sbr. ösk-u-fúll, fant-a-góður og drull-
u-lélegur. Hér mætti því tala um kerfisvæðingu þessara orða, þ.e. frá
sjálfstæðum orðum til þess að vera forliðir sem hafa það málfræðilega
hlutverk að leggja sérstaka áherslu á það sem grunnorðið táknar og
má lýsa merkingu þeirra með ao. mjög. Þessi atriði koma vel heim og
saman við það sem sagt er um kerfisvæðingu almennt og áherslu-
forliðina má með góðum rökum flokka sem forskeytislíki.
liðurinn, drullu-, tengist 10 ólíkum lýsingarorðum en aðrir minna (sjá Þorstein
G. Indriðason 2016). Liðirnir myndu ekki teljast mjög virkir miðað við t.d. virk
aðskeyti í íslensku. Þess ber hins vegar að geta að dæmin, sem fundust, eru úr
ritmáli en ljóst er að notkun áhersluforliða er frekar talmálseinkenni en hitt.
tunga_18.indb 13 11.3.2016 14:41:08