Orð og tunga - 01.06.2016, Page 23

Orð og tunga - 01.06.2016, Page 23
Þorsteinn G. Indriðason: Á mörkum afleiðslu og samsetningar? 13 Eins og áður sagði er það eitt af megineinkennum aðskeytislíkja að þau eru kerfisvædd afbrigði sjálfstæðra orða og þá þannig að að- skeytislíkið og sjálfstæða orðið lifa hlið við hlið í nútímamálinu. Kerfisvæðing snýst um það að sjálfstæð orð breytast í einingar með málfræðilegt hlutverk. Hjá Hopper og Traugott (1993:2) má finna ágæta skilgreiningu á kerfisvæðingu; „subset of linguistic changes through which a lexical item becomes more grammatical“. Í þessu felst að þau sjálfstæðu orð, sem verða fyrir kerfisvæðingu, fái tvenns konar hlutverk, annars vegar sem sjálfstæð orð og hins vegar sem að- skeyti. Í rauninni má sjá tvö stig kerfisvæðingar: (a) sjálfstæða orðið hef- ur breyst í aðskeyti og er í flestum tilvikum horfið úr málinu; (b) sjálfstæða orðið og aðskeytið lifa hlið við hlið í málinu en gegna ólík- um hlutverkum. Fyrra atriðið á vel við viðskeyti sem voru sjálfstæð á frumnorræn- um tíma, sbr. Iversen (1973:162–164), þ.e. -leg, -sam, -lát, -ind og -skap, en seinna atriðið á t.d. við orðapör eins og hæstaréttardómur – vesaldómur og viðtengingarháttur – aulaháttur þar sem viðskeytin -dómur og -háttur hafa lifað við hlið sjálfstæðu orðanna dómur og háttur (sjá Þorstein G. Indriðason 2006:98–99). Bundnu liðirnir -dómur og -háttur uppfylla því a.m.k. þetta skilyrði viðskeytislíkja. Svo að aftur sé tekið dæmi um áherslu forliði þá er í (12) greinilegur munur á hlutverki forliðanna þeg ar þeir eru sjálfstæð orð eins og í (12a) og þar sem þeir hafa fengið mál fræði legt hlutverk (áhersluforliðir), sbr. (12b): (12) a. eitur-efni, bál-köstur, blóð-rannsókn, stál-vinnsla b. eitur-ruglaður, bál-reiður, blóð-latur, stál-heiðarlegur Áhersluforliðirnir geta verið rætur og stofnar en þeir geta einnig stað- ið í eignarfalli eins og sjálfstæð orð, sbr. ösk-u-fúll, fant-a-góður og drull- u-lélegur. Hér mætti því tala um kerfisvæðingu þessara orða, þ.e. frá sjálfstæðum orðum til þess að vera forliðir sem hafa það málfræðilega hlutverk að leggja sérstaka áherslu á það sem grunnorðið táknar og má lýsa merkingu þeirra með ao. mjög. Þessi atriði koma vel heim og saman við það sem sagt er um kerfisvæðingu almennt og áherslu- forliðina má með góðum rökum flokka sem forskeytislíki. liðurinn, drullu-, tengist 10 ólíkum lýsingarorðum en aðrir minna (sjá Þorstein G. Indriðason 2016). Liðirnir myndu ekki teljast mjög virkir miðað við t.d. virk aðskeyti í íslensku. Þess ber hins vegar að geta að dæmin, sem fundust, eru úr ritmáli en ljóst er að notkun áhersluforliða er frekar talmálseinkenni en hitt. tunga_18.indb 13 11.3.2016 14:41:08
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.