Orð og tunga - 01.06.2016, Blaðsíða 115
Robert Nedoma: Um uppruna norr. ørhœfi, ørœfi 105
Holthausen (1948:139 undir hø̄fi ) og síðar einnig Ásgeir Blöndal
Magnússon (1989:1227 undir örhóf, †ørhóf) bera orðhlutann -(h)œfi
saman við norr. hœfi h. ‘það sem er hæfi legt, það sem er mátulegt’
(nísl. hæfi ), sbr. norr. hóf h. ‘það sem er hæfi legt, gegnd’ (nísl. hóf), fe.
be-hōf h. ‘þörf, gagn’, ff rísn. bi-hōf h. ‘þörf’, mhþ. be-huof k. ‘þörf, gagn,
markmið, viðskipti’ (nhþ. Be-huf); Ásgeir bendir svo á norr. ør-hóf h.
‘mikill fj öldi, óhóf’. Hér er þó illa skiljanlegt hvernig hin upphafl ega
merking norr. ør(h)œfi ‘hófl eysa, e-ð yfi rgengilegt’ (Ásgeir Blöndal
Magnússon:1227, undir örhóf, †ørhóf) breytt ist í ‘óbyggðir, hafnleysa’.
Hins vegar er önnur skýring sú sem nú verður rakin: tengsl við
fh þ. huoba kv. (ō-stofn [og ōn-stofn?])3 ‘ræktað land (af ákveðinni
stærð), bóndabær, býli, byggð’, mhþ. huobe kv. (ō-/ōn-stofn; nhþ.
Hufe), fsax. hōva, mlþ. hōve, gholl.(-lat.) hoba, mholl. hoeve kv. ‘ræktað
land (af ákveðinni stærð), bóndabær, býli’ < vgerm. frgerm. *hōbō-
(um orðsifj ar sjá nýjast Lloyd & Lühr 2009:1248–1252).4 Skýring
sú sem sett er fram hér að ofan sleppur með tilliti til hljóðkerfi s,
orðmyndunar og merkingar. Norr. ør-hœf-i hefi r þróast hljóðrétt
úr frgerm. *uz-hōb-ij a-; norr. ‹f› er á milli sérhljóða [v] sem kemur
úr frnorr. frgerm. /b ~ ƀ/ (hafa so. : fh þ. habēn < frgerm. *habǣ-). Ør-
hœf-i er afl eitt orð með forskeyti, rót og viðskeyti *-(i)ja- að auki; það
er í samræmi við venjulegt mynstur orðmyndunar í germönskum
málum.5 Á þennan hátt eru leidd af nafnorðum t.d. norr. and-dyr-i
3 Í fornháþýsku eru næstum öll dæmi tvíræð (ō-/ōn-stofn); bara eitt dæmi er ótví-
rætt (þ.e. hou-a þgf. et. ō-stofns); sjá AhdWb IV:1373.
4 Mikilvægustu heimildir um orðsifj ar fh þ. huoba (nhþ. Hufe) eru Schmid (1979:71–
73), Tiefenbach (1980:314–316) og sérstaklega Lloyd & Lühr (2009:1248–1252) og
þar eru nefndar fl eiri fræðigreinar. Stutt orðar upp lýsingar má fi nna í eft irfarandi
yngri orðsifj abókum: Pfeifer o.fl . (2004:560) undir Hufe; Philippa, Debrabandere &
Quak (2005:442–443) undir hoeve; Kluge & Seebold (2011:428) undir Hufe; Kroonen
(2013:238) undir *hōbō-. Tengsl milli norr. -hœfi og fh þ. huoba o.s. frv. eru hvergi
nefnd í neinum þessara greina. – Sem hliðstæður úr indóevrópskum tungum má
nefna gr. κῆπος (dór. κᾶπος) og alb. kóp(ë)sht k. ‘garður’ < frie. *keh2p-o- (~ frie.
*keh2p-éh2- > frgerm. *hōb-ō- kv.); sjá t.d. Matzinger (2006:255, sbr. 70, 138); Kümmel
(2015:[45]) undir *keh2p-. Lloyd & Lühr (2009:1251) efast um það: germönsku orð-
in endurspegli gamlar eignaaðstæður þannig að afleiðsla af sagnorðunum hafa
‘eiga’ sé það sem vænta mætt i. Sá rökstuðningur er ekki traustur því að lagalegar
aðstæður á germönskum tíma eru óljósar (engan veginn skipulag jarðeigna);
upphafl eg merk ing myndarinnar frgerm. *hōbō- hefi r sennilega verið ‘ræktað land’
vegna tengslanna gr. κῆπος, alb. kóp(ë)sht (sjá hér á undan).
5 Sbr. Wilmanns (1899:240 § 189,3); Ekwall (1904, dæmasafn); Torp (1909:xxxvi–
xxxxvii / 1974:11–12); Meid (1967:36–39 § 44 § 54); Casarett o (2004:122–123, 136–
141 („Ableitungskomposita“)).
tunga_18.indb 105 11.3.2016 14:41:16