Orð og tunga - 01.06.2016, Blaðsíða 68
58 Orð og tunga
verða sterk sögn í þátíð en ekki í nútíð? Þeirri spurningu er ekki auð-
svarað. Ef við gefum okkur að sögnin hafi orðið sterk vegna einhvers
konar kerfi slegra áhrifa, að þátíðin hafi skipt meira máli en nútíðin og
að hún hafi þar með verið grunnur fyrir áhrifsbreytingar, þá dugir það
sem lýst var í 5.1. Þar með er það gefi ð að þátíðin sé grunnmynd en
nútíðin afl eidd og það helgist þá af notkunarsviði þeirra. Um slíkt eru
dæmi í málum eins og fram kemur hjá Hock (1991:215) í umfj öllum
um annað lögmál Kuryłowicz (1945–1949) (sjá líka Collinge 1985:249).
En eins og jafnframt kemur fram hjá Hock er það ekki í samræmi við
anda lögmálsins sem gerir einmitt ráð fyrir hinu gagnstæða. Það að
þátíð sé grunnmynd er heldur ekki í samræmi við íslenskan veruleika.
Vísa má til orða Eiríks Rögnvaldssonar (2013:146) sem heldur hinu
gagn stæða fram, að notkunarsvið nútíðarinnar sé víðara og hún sé
þannig grunnmynd og ómörkuð. Þett a fellur jafnframt að sjöundu af
tilhneigingum Mańczaks (1958:388; sbr. Hock 1991:232); þá er gert ráð
fyrir því að áhrif nútíðarmynda séu algengari en annarra tíða. Rann-
sókn Guðrúnar Þórhallsdótt ur (2013:84) á sögninni fela (og raunar
fl eiri sögnum) styður þett a eindregið. Í þessu sambandi er ein mitt
mikil vægt að minna á að hjá Runólfi Jónssyni, sbr. 4.2, var sögnin
dvína sterk í fyrstu persónu nútíð eintölu en veik að öðru leyti. Og
klípa var alfarið sterk.
Spurningunni um hvernig á því standi að sögnin kvíða skuli hafa
farið úr sínu „eðlilega umhverfi “ án sérstakrar innri þvingunar og
orðið sterk er enn ósvarað. Ef miðað er við að breytingin varði gerð
sagnarinnar og að tímasetning elstu heimildanna frá miðri 17. öld sé
trúverðug þá hefðu aðrar sagnir a.m.k. getað fylgt með enda afk ring-
ingin, samfall í og ý, löngu hafi n, jafnvel sums staðar um garð gengin.28
Þannig hefði sögnum, sem hefðu getað breyst, því væntanlega getað
fj ölgað. Má þar nefna veikar sagnir eins og t.d. fl ýta, hlýða, lýsa, prýða,
rýma, rýna, skýla, týna og margar fl eiri. Það gerðist samt ekki, kannski
vegna tengsla við skyld orð eins og t.d. fl jótur, ljós og prúður. 29 Á hinn
bóginn var kvíða ekki í neinum slíkum tengslum. Það svarar þó ekki
spurningunni um það hvers vegna hún breytt ist.
28 Niðurstaða rannsókna Guðvarðar Más Gunnlaugssonar (1994:121) er sú að af-
kring ingunni, sem hafi byrjað á seinni hluta 14. aldar, hafi sennilega ekki verið
lokið fyrir 1570, þ.e. hafi ekki náð undir sig heilum fj órðungum.
29 Óþekktur yfirlesari benti á hin merkingarlegu tengsl við lýsingarorðin og taldi
að þau kæmu í veg fyrir að þessar sagnir hefðu hugsanlega orðið sterkar. Á hinn
bóginn er sannarlega vert að velta því fyrir sér hve virk slík tengsl orðmyndunar
og beygingar raunverulega eru. Það er mat greinarhöfundar að þau séu kannski
ekki eins virk og stundum er talið.
tunga_18.indb 58 11.3.2016 14:41:12