Orð og tunga - 01.06.2016, Blaðsíða 83
Guðrún Þórhallsdóttir: Tvíræða orðasambandið að ósekju 73
hefur lifað fram til nútímans og bætt við sig merkingunni ‘án tilefnis’.
Mörg dæmi má finna um orðin að ósekju í síðari alda heimildum, m.a.
í Ritmálssafni og Íslensku textasafni. Ritmálssafn geymir eitt dæmi um
tilbrigðið ósekju án fs. að og auk þess eitt dæmi um nf. ósekja og eitt
um þf. ósekju úr þjóðsögum. Rithættinum að ósekja, sem fannst í blaða-
textum og með Google-leit, væri varasamt að vísa úr þessari um ræðu
sem ritvillu. Það að orðasambandið hefði brenglast á þennan hátt
væri merki um að nafnorðið ósekja hafi ekki verið þeim sem skrifuðu
tamt. Eins og hér hefur komið fram eru sáralitlar heimildir í íslenskri
mál sögu um no. ósekja utan forsetningarliðarins og engin ástæða til að
ætla að landsmenn hafi almennt þekkt þetta nafnorð.
3 Físl. að ósekju geymir ekki nafnorð
3.1 Forsetningin að
Fram til þessa hefur umfjöllunin um orðasambandið að ósekju snúist
um no. ósekja en nú er við hæfi að beina sjónum að forsetningunni.
Forsetningin at stýrir mestmegnis þágufalli í forníslenskum textum
og það á einnig við um önnur forngermönsk mál.7 Hún er upprunnin
í frie. fs. *ad ‘í áttina til, hjá’, og í germönskum málum er hún bæði
notuð um stefnu og dvöl í tíma eða rúmi (gotn. at, fe. æt, fs. at, fhþ.
az, físl. at < frg. *at(a) ‘hjá, til, við’, sjá Pokorny 1959:3, Ásgeir Blöndal
Magnússon 1989:2, Dunkel 2014:11). Í íslensku máli að fornu (og nýju)
hefur forsetningin fjölbreytilega merkingu eins og nú verður rakið.
Í fyrsta lagi táknar fs. at stefnu og merkir ‘í áttina til, til’ (t.d. at landi,
at konungi) en einnig dvöl í merkingunni ‘við, hjá, í’ (t.d. at skipi, at dómi,
at húsi).8 Hún er einnig notuð í tíðarmerkingu (t.d. at upphafi, at kveldi).
Fs. at merkir að auki m.a. ‘með tilliti til’ (t.d. auðigr at fé, spekingr at viti)
og ‘samkvæmt’ (t.d. at ráði allra vitrustu manna, at lǫgum) og þá er fátt
eitt nefnt. Slíkir forsetningarliðir geta orðið að föstum orða sam bönd-
um og orðið ígildi atviksorðs (t.d. at hófi ‘hófsamlega’), jafnvel þannig
7 Dæmi eru um þolfallsnotkun í fornu máli í merkingunni ‘eftir’ (um tíma), t.d. taka
arf at fǫður sinn (Cl/V 28). Þegar at stýrir eignarfalli er litið svo á að nafnorð í þágu-
falli sé undanskilið, þ.e. að at Marðar beri að skilja sem at (húsi) Marðar eða þess
háttar.
8 Upplýsingar og dæmi um forsetningarliði með at í fornu máli hér í grein 3.1 er
að fi nna í orðabók Cleasbys og Guðbrands Vigfússonar í fl ett u fs. at (1957:25–28)
nema annað blaðsíðutal sé tilgreint.
tunga_18.indb 73 11.3.2016 14:41:14