Orð og tunga - 01.06.2016, Blaðsíða 81
Guðrún Þórhallsdóttir: Tvíræða orðasambandið að ósekju 71
til vegna áhrifa aukafallsliðarins ófyrirsynju — ef ekki er beinlínis
um pennaglöp að ræða í þessu stakdæmi.5
Ritmálssafn á enn fremur eftirfarandi tvö dæmi um no. ósekja úr
þjóð sagnaútgáfu Sigfúsar Sigfússonar, sjá (10).
(10) a. og þótti ósekja, þótt Ívar skriftaði „cansla“ fyrir hrakn-
inginn.
(ROH; Sigfús Sigfússon (1922–1959): Íslenzkar
þjóðsögur og sagnir XI, 134)
b. Hann kvað ósekju, þótt fjallaþjófar kenndu klækja.
(ROH; Sigfús Sigfússon (1922–1959): Íslenzkar
þjóðsögur og sagnir XII, 105)
Dæmin sýna annars vegar nf. ósekja og hins vegar þf. ósekju, að því
gefnu að (10b) beri að túlka sem þolfall með nafnhætti (Hann kvað það
vera ósekju) en ekki forsetningarliðinn (Hann kvað það vera að ósekju).
Hér eru þá loks fundin dæmi um no. ósekja sem eru óháð for setn-
ing arliðnum að ósekju og ekki er gott að vita hvort um nýbreytni út-
gef anda þjóðsagnanna gæti verið að ræða. Ekki fundust fleiri slík
dæmi við leit í Íslensku textasafni á vef Stofnunar Árna Magnússonar í
íslenskum fræðum (13. júlí 2015).
Loks má nefna að leit að orðmyndinni ósekja á vefnum timarit.is
(12. júlí 2015) vísaði á átján dæmi. Í nokkrum tilvikum er um vél-
ræn an mislestur að ræða en þrisvar sinnum er myndin ósekja notuð í
krossgátu og tíu dæmi eru um að í blaða- og tímaritatextum sé ritað að
ósekja þar sem búast mætti við forsetningarliðnum, t.d. í setningunni
sem birtist hér sem dæmi (11).
(11) Þegar dýrasta gimsteini Márans, Desdemónu, er að
ósekja fleygt á sorphaug synda, […]
(Tíminn, 18.2. 1972, bls. 10)
Nokkur dæmi í viðbót af sama tagi fundust með hjálp leitarvélarinnar
Google (12. júlí 2015). Dæmin um að ósekja, sem dreifast um tímabilið
frá 1912 og síðar, gætu verið ritvillur og sams konar dæmi með -a í
5 Ef draga ætt i skýrar ályktanir um sögu tilbrigðanna með að og án þyrft i einnig að
fj alla um aukafallsliðinn ósynju ‘að ófyrirsynju’ sem Cleasby og Guðbrandur túlka
sem eignarfall (1957:665). Forsetningarliðurinn at ósynju var til við hliðina þegar í
fornu máli eins og dæmasafn ONP sýnir ljóslega; þar eru dæmin felld undir veika
kvenkynsorðið ósynja.
tunga_18.indb 71 11.3.2016 14:41:13