Orð og tunga - 01.06.2016, Blaðsíða 64
54 Orð og tunga
tímarammi skiptir þó minna máli en sú staðreynd að við hliðina á klípa
er veika sögnin klýpa og því var engin þörf fyrir nýja sögn. En hafa ber
í huga að ekki var mynduð ný sögn vegna þess að eitt hvað vantaði
heldur breytt ist beyging veiku sagnarinnar klýpa við áhrifsbreytingar.
Þær urðu gerlegar eft ir að afk ringing ý var komin fram. Þett a sama
mætt i þá segja um dífa og dýfa; munurinn er samt sá að sú atburðarás
átt i sér stað miklu síðar. Þett a allt breytir ekki þeirri viðteknu skoðun
að sterkar sagn ir teljist lokaður hópur í íslensku. Það má t.d. rökstyðja
með því að nýjar sagnir verða aldrei sterkar til fulls.22
4.3 Orsök breytinga: samanburður við norsku
Fram kemur hjá Venås (1967:385) að í norskum mállýskum séu mörg
dæmi um að veikar sagnir hafi orðið sterkar; breytingin nær samt
ekki alltaf til allra kennimynda. Ein þessara mállýskna er sú sem töl-
uð er í Ósló (sbr. Enger 1998:119–120, 123–124); dæmin um breyt ing-
una þar eru ekki mjög mörg. Enger nefnir líka að hið sama hafi gerst
að einhverju marki í öðrum germönskum málum.23 Að því er varðar
norsku segir hann jafnframt að ýmislegt hið sama geti átt við um
sterku og veiku sagnirnar, þ.e. að upphafs breytinganna sé að leita
í lýsingarhætt i þá tíðar / sagnbótinni, það sé það form sem breytist
fyrst; nútíðin breytist hins vegar síðust enda hafi þátíðin þá þegar
breyst. Hann segir líka að dæmi séu um að lýsingarhátt ur þátíðar hafi
orð ið sterkur án þess að önnur form hafi breyst.
Enger (1998:120) segir að veika beygingin sé ekki endilega alltaf
sú ómarkaða í norsku / norskum mállýskum. Þannig hafi sagnir með
i í rót verið líklegri til að verða sterkar en þær með y eða ý; yrðu þær
síðarnefndu sterkar fóru þær í annan fl okk sterkra sagna; sjá líka
Venås (1967:53, 101). Sögnum, sem beygjast alfarið eða að hluta til
skv. fyrsta eða öðrum fl okki sterkra sagna, hefur því fj ölgað mjög frá
því sem var. Þar er ýmislegt forvitnilegt. Nefna má t.d. það sem fram
kemur hjá Enger (1998:125) að í einhverjum hlutum Raumaríkis hafi
sögnin like/lika, þ.e. líka, orðið sterk í þátíð og beygst skv. fyrsta fl okki
sterkra sagna. Þar eru því líkindi við kvíða. Á hinn bóginn, eins og
Venås (1974:88, 94) segir, tilheyra snyta ‘snýta’ og tysja ‘þysja’ öðrum
fl okki séu þær sterkbeygðar.
22 Dæmi um slíkt er sögnin niðurhala. Nokkur dæmi eru um að sögnin, sem er ung,
sé sterkbeygð; það má lesa hjá Margréti Jónsdótt ur (2007:125–140). Um sögnina ske
og beygingu hennar má gerst lesa hjá Veturliða Óskarssyni (1997–1998:192–200).
23 Nefna má t.d. ensku. Um ensku fj allar Pinker (1999:256 o.v.).
tunga_18.indb 54 11.3.2016 14:41:12