Orð og tunga - 01.06.2016, Blaðsíða 76
66 Orð og tunga
Hér á eftir verður því grafist fyrir um uppruna orðasambandsins og
sögu þess. Fjallað verður um heimildir um no. ósekja og sekja í 2. kafla
og um forsetningarliði með að í 3. kafla. Rætt verður um þá tvíræðni sem
felst í þágufallsmyndum sem enda á -u og túlka má bæði sem nafnorð
og lýsingarorð. Þar verður komist að þeirri niðurstöðu að draga megi í
efa að umræddur forsetningarliður innihaldi nafnorð. Þá verður tekið
dæmi af öðrum tvíræðum forsetningarlið, með heilbrigðu, í 4. kafla. Að
lokum verður lagt til að orðabækur um íslenskt nútímamál felli orða-
sambandið að ósekju undir flettu lýsingarorðsins ósekur.
2 No. ósekja og sekja
2.1 No. ósekja í handbókum
Orðalagið að ósekju er fornlegt og það er vissulega fornt. Seðlasafn
orðabókar Árnanefndar í Kaupmannahöfn (ONP) geymir tugi dæma
sem eru úr lagatextum, fornsögum og víðar. Elstu dæmi safnsins eru
úr Konungsbók Grágásar frá miðri 13. öld og tvö þeirra eru hér í
dæmi (2). Þar er merkingin ‘án þess að baka sér sök, án þess að refsing
liggi við’.
(2) a. þa feʀ hann at osekio ibrot
(ONP; Grg KonII 1529 [um 1250])
b. þa eigo þav at sciliaz at osecio fyrir lof byscops fram
(ONP; Grg KonII 4015 [um 1250])
Nafnorðinu ósekja má fletta upp í sumum fornmálsorðabókum, til
dæm is hjá Eiríki Jónssyni (Erik Jonsson 1863:645):
(3) Úsekja (-u, uden pl.), f., Skyldfrihed; Frihed for Beskyldning;
at úsekju ustraffet.
Orðabók Cleasbys og Guðbrands Vigfússonar (1957:664) hefur nafn-
orðið líka sem flettu, en færsluna má túlka eins og orðið sé bundið við
orðasambandið að ósekju:
(4) ú-sekja, u, f. in the phrase, at úsekju, with impunity
Enn fyrr hafði Björn Halldórsson fært það í orðabók sína (1814:147):
(5) Ósekia, f. innocentia, Uskyldighed. At ósekiu, immerito,
ustraffet.
tunga_18.indb 66 11.3.2016 14:41:13